Óvíst hvort Núðluhúsið verði opnað aftur: Segir taílenskum mat standa ógn af hárri húsaleigu Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2017 15:39 Starfsfólk Núðluhússins. Vísir/GVA „Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“ Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Vandamálið er að ég veit það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Jón Haukdal Styrmisson spurður hvenær Núðluhúsið verður opnað aftur. Núðluhúsið - Ruanthai hafði verið rekið á annarri hæð Kjörgarðs við Laugaveg 59 síðastliðin 10 ár. Miklar breytingar hafa staðið yfir á Kjörgarði í vetur þar sem nýrri hæð var komið á húsið og verða íbúðir á þriðju og fjórðu hæð þess. Núðluhúsið fór út úr Kjörgarði 1. febrúar síðastliðinn en á annarri hæð Kjörgarðs var einnig rekin verslunin Storkurinn. Fyrirhugað er að nýr veitingastaður verði rekinn á annarri hæð Kjörgarðs.Verslunarkjarninn Kjörgarður við Laugaveg 59 í Reykjavík.VísirJón Haukdal er einn af eigendum Núðluhússins en 23 ár eru frá því að staðurinn var opnaður. Fyrstu þrettán árin var hann rekinn á Vitastíg en síðustu tíu ár í Kjörgarði. „Við erum bara að leita að húsnæði,“ segir Jón Haukdal sem segir engar líkur á því að Núðluhúsið verði opnað aftur í sumar, en það gæti gerst í haust. „Við erum bara að leita að húsnæði. Ég ætla ekki að segja 100 prósent, en stefnan er að opna aftur,“ segir Jón Haukdal. Hann segir eigendur Kjörgarðs hafa keypt eigendur Núðluhússins út úr fjögurra ára leigusamningi. Hann segir vandamálið við rekstur taílenskra veitingastaða að um sé að ræða ódýran mat sem þoli ekki þá háu húsaleigu sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Húsaleigan eins og hún er í dag er bara rugl og það myndi þýða að við þyrftum að vera með matinn upp úr öllu valdi í verði og ég nenni ekki að standa í því.“ Ekki sé endilega verið að leita að húsnæði miðsvæðis, allt komi til greina. „Við erum alveg tilbúin að færa okkur eitthvað annað ef það er gott húsnæði á góðu verði.“
Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira