Eldræða þjálfarans kom Memphis í gang: „Smjattið á þessum upplýsingum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. apríl 2017 14:00 David Fizdale er búinn að setja það sem flesti héldu að yrðu einföld sería fyrir Spurs í uppnám. vísir/getty David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan. NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
David Fizdale, þjálfari Memphis Grizzlies, náði heldur betur að kveikja í leikmönnum sínum og bara allri borginni með eldræðu sinni á blaðamannafundi eftir leik tvö í viðureign liðsins á móti San Antonio Spurs í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA. Spurs komst í 2-0 með tveimur sigrum á heimavelli en Grizzlies jafnaði metin með tveimur sigrum í Memphis. Næsti leikur liðanna fer fram í San Antonio í nótt. Spurs hafnaði í 2. sæti vestursins en Memphis í 7. sæti. Fizdale, sem er á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari, ofbauð dómgæslan í leiknum og fór aðeins yfir tölurnar með blaðamönnum á fréttamannafundi eftir leikinn. „Dómgæslan þessum leik var mjög léleg. Zach Randolph, sem er einn mesti baráttujaxl deildarinnar, tók ekki eitt vítaskot en Kawhi Leonard tók 19 víti,“ sagði Fizdale sem fannst dómararnir einfaldlega á bandi Spurs-liðsins. „Í fyrri hálfleik áttum við 19 skot nálægt körfunni en við fengum bara sex vítaskot á meðan San Antonio tók ellefu skot við körfuna en fékk 23 vítaskot. Ég er ekkert sérstakur með tölur en þetta bara stemmir ekki.“Bolirnir sem búið er að prenta.Njótum ekki virðingar Fizdale hækkaði svo róminn og byrjaði eiginlega bara að öskra af bræði. „Í heildina tókum við 35 skot við körfuna en fengum bara fimmtán vítaskot allan leikinn! Þeir skutu 18 sinnum við körfuna en fengu 32 vítaskot og Kawhi Leonard tók fleiri vítaskot en allt liðið okkar til samans. Útskýrið þetta fyrir mér,“ sagði hann. „Við njótum ekki þeirrar virðingar sem við eigum skilið því Mike Conley brjálast til dæmis ekki. Hann er heiðursmaður og spilar bara leikinn. Ég læt ekki koma svona fram við okkur. Ég veit alveg að Popovich er reynslubolti en ég er nýliði en þeir munu ekki koma fram við okkur eins og nýliða. Þetta er óásættanlegt.“ „Strákarnir mínir unnu sér rétt til að spila þennan leik en dómararnir gáfu okkur ekki séns,“ sagði David Fizdale. Það var svo síðasta setning fréttamannafundarins sem hefur kveikt nýjan neista í öllum sem tengjast Memphis-liðinu en áður en Fizdale rauk út barði hann í borðið og sagði hátt: „Smjattið á þessum upplýsingum (e. Take that for data)!“ Þessi orð voru ekki lengi að fara á flug í netheimum þar sem sprelligosar veraldarvefsins bjuggu til allskonar myndir Fizdale til heiðurs og einnig er búið að prenta orðin á boli sem vafalítið margir munu klæðast í kvöld. Eldræðu David Fizdale má sjá í spilaranum hér að neðan.
NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira