Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira