Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 23. apríl 2017 22:00 Aaryn Ellenberg átti flottan leik. vísir/sumarliði ásgeirsson Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í Keflavík leiðir 2-1 í einvíginu en Hólmarar geta haldið í vonina eftir þennan baráttusigur í sveiflukenndum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok fjórða leikhlutans. Leikurinn í kvöld hófst af miklum krafti þar sem bæði lið sýndu strax frá upphafi mikla baráttu í bæði vörn og sókn. Liðin skiptust á að svara áhlaupum mótherjans og endaði fyrsti fjórðungur jafn, 17-17. Í öðrum leikhluta komu heimamenn sterkari til leiks og bygðu hægt og bítandi upp þægilega 13 stiga forystu en hálfleikstölur urðu 40-27. Gestirnir frá Keflavík komu sterkir til baka eftir hálfleik og snéru blaðinu við í þriðja leikhluta en Keflavík skoraði 20 stig á móti aðeins 7 stigum Snæfells. Var nú fyrirsjáanlegt að spennustigið yrði mikið í fjórða leikhlutanum og að hann kæmi til með að ráða úrslitum í kvöld en staðan í lok þriðja leikhlutans var jöfn, 47-47. Fjórði leikhlutinn einkenndist af gríðarlega mikilli baráttu um boltann og virtist leikurinn á heildina litið verða grófari. Leikmenn beggja liða gáfu ekkert eftir en strax í upphaf leikhlutans var Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmanni Keflavíkur, vísað út úr húsi fyrir að sparka í Gunnhildi Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells, þegar báðir leikmennirnir lágu í gólfinu. Má færa rök fyrir því að hér hafi orðið ákveðin vendipunktur í leiknum því Snæfell virtist eflast í kjölfar atviksins og nýtti aukið sjálfstraust í að tryggja sér að minnsta kosti einn leik til viðbótar í þessari hörkuseríu. Fjórði leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á miðvikudaginn kemur.Afhverju vann Snæfell? Leikurinn í kvöld var eins og fyrri viðureignir liðana: hnífjafn. Æsispennandi lokamínútur þar sem Snæfell virtist ráða betur við spennustigið varð til þess að heimamenn gátu klárað leikinn í kvöld. Keflavík gerði heiðarlega tilraun til að stela sigrinum en Snæfelli tókst í þetta skipti að halda einbeitingu til enda leiksins.Bestu menn vallarins: Ellenberg átti enn og aftur stórglæsilegan leik þar sem hún steig upp á hárréttum tíma. Hún skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf alls 7 stoðsendingar. Framlag Ellenbergs í fjórða leikhlutanum var afar mikilvægt til að landa sigrinum í kvöld og erfitt að sjá að Snæfell hefði getað klárað þennan leik án hennar frammistöðu undir lok leiksins. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik þangað til að hún þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Berglind skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Gunnhildur skoraði 12 stig í kvöld og var ásamt Bryndísi Guðmundsdóttir, sem skoraði 9 stig, afar mikilvægur drifkraftur í leik Snæfells. Hjá Keflavík var Ariana Moorer með 17 stig, ótruleg 20 fráköst og 4 stoðsendingar. Moorer tók tæplega helming allra frákasta Keflvíkinga en liðið náði í heild 45 fráköstum. Þá sýndu þær Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir góða frammistöðu í kvöld. Salbjörg skoraði 6 stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Thelma Dís var með 14 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Tölfræðin ber vott um hversu jafn leikurinn var. Liðin eru mjög jöfn í helstu tölfræðiþáttum. Til að mynda tók Snæfell 47 fráköst á meðan Keflavík tók 45. Snæfell gaf 15 stoðsendingar en Keflavík 16. Snæfell tapaði 14 boltum en Keflavík 12. Það sem ber af á milli liðana í kvöld er helst léleg vítaskotsnýting Keflavíkur. Keflavík var með 60% nýtingu af vítalínuni á meðan Snæfell skoraði úr 18 af 20 vítaskotum eða 90%. Á heildina litið var skotnýting liðana þó jöfn eða um 36%.Hvað gekk illa? Keflavík átti í erfiðleikum með að stöðva Aaryn Ellenberg í lok leiks. Ellenberg skoraði mjög mikilvægar körfur á tíma þar sem sigurinn gat fallið beggja megin. Snæfell átti slakan þriðja leikhluta þar sem þær hleyptu Keflavík aftur inn í leikinn og töpuðu 13 stiga forystu sem þær voru komnar með í hálfleik.Snæfell-Keflavík 68-60 (17-17, 23-10, 7-20, 21-13)Snæfell: Aaryn Ellenberg 33/11 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Keflavík: Ariana Moorer 17/20 fráköst/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/9 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 2.Aaryn: Vissi að ég þyrfti að stíga upp undir lok leiksins „Við komum inn í þennan leik af miklu meiri ákafa heldur en í síðustu tveimur leikjum, það komu allir tilbúnir til að berjast fyrir sigrinum í kvöld,“ sagði Aaryn Ellenberg, leikstjórnandi Snæfells, sátt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Snæfellskonur vissu að allt annað en sigur í kvöld þýddi að Keflavík myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli þeirra. „Við vissum að við gætum ekki farið inn í þennan leik og unnið hann með einstaklings framtaki, það þurftu allir að koma með eitthvað á borðið í þessum leik.“ Aaryn bar sóknarleik Snæfells á herðum sér á lokamínútunum og setti margar mikilvægar körfur en hún endaði með 33 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. „Ég vissi að þetta yrði leikur sem myndi vinnast með litlum mun og ég vissi að ég þyrfti að vera tilbúin að stíga upp undir lok leiksins. Ég var með það hugarfar allan tímann að ég þyrfti að stíga upp á lokamínútunum,“ sagði Aaryn og hélt áfram: „Ég þarf að vita hvernig ég stýri leiknum sem best, byrja af krafti en á sama tíma koma liðsfélögum mínum vel inn í leikinn. Ég má ekki eyða of miklu bensíni í byrjun og vera búin á því í lokin, ég þarf að vita hvenær ég á að ráðast á körfuna og hvenær ég á að setjast í aftara sætið og leyfa liðsfélögunum að stýra,“ sagði Aaryn að lokum.Sverrir Þór: Hefði verið fáránlega gott að vinna 3-0 „Ég er ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við komum okkur inn í leikinn, jöfnum og erum í hörkuleik. Svo fóru síðustu mínúturnar út í algjört rugl,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið fyrir Snæfelli í kvöld. „Leikmanni okkar [Birnu Valgerði Benónýsdóttur] var hent út. Ég sá það ekki en efast ekki um að það hafi verið rétt. Það kom smá hikst í þetta en svo fannst okkur vera skref þegar Kaninn þeirra [Aaryn Ellenberg] setti þristinn úr horninu. Ég fékk tæknivillu í kjölfarið. Það var snúningur, þrjú stig og svo eitt skot og boltinn. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á miðvikudaginn og með sigri þar tryggja Keflvíkingar sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við þurfum að fara yfir þennan leik. Við gerðum margt gott í dag en það er margt sem má betur fara,“ sagði Sverrir. „Ef við hefðum unnið Snæfell 3-0 hefði það verið fáránlega gott en við erum ekki að fara að gera það. Við þurfum enn að ná í þennan þriðja sigur.“Bein lýsing: Snæfell - KeflavíkTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í Keflavík leiðir 2-1 í einvíginu en Hólmarar geta haldið í vonina eftir þennan baráttusigur í sveiflukenndum leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lok fjórða leikhlutans. Leikurinn í kvöld hófst af miklum krafti þar sem bæði lið sýndu strax frá upphafi mikla baráttu í bæði vörn og sókn. Liðin skiptust á að svara áhlaupum mótherjans og endaði fyrsti fjórðungur jafn, 17-17. Í öðrum leikhluta komu heimamenn sterkari til leiks og bygðu hægt og bítandi upp þægilega 13 stiga forystu en hálfleikstölur urðu 40-27. Gestirnir frá Keflavík komu sterkir til baka eftir hálfleik og snéru blaðinu við í þriðja leikhluta en Keflavík skoraði 20 stig á móti aðeins 7 stigum Snæfells. Var nú fyrirsjáanlegt að spennustigið yrði mikið í fjórða leikhlutanum og að hann kæmi til með að ráða úrslitum í kvöld en staðan í lok þriðja leikhlutans var jöfn, 47-47. Fjórði leikhlutinn einkenndist af gríðarlega mikilli baráttu um boltann og virtist leikurinn á heildina litið verða grófari. Leikmenn beggja liða gáfu ekkert eftir en strax í upphaf leikhlutans var Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmanni Keflavíkur, vísað út úr húsi fyrir að sparka í Gunnhildi Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells, þegar báðir leikmennirnir lágu í gólfinu. Má færa rök fyrir því að hér hafi orðið ákveðin vendipunktur í leiknum því Snæfell virtist eflast í kjölfar atviksins og nýtti aukið sjálfstraust í að tryggja sér að minnsta kosti einn leik til viðbótar í þessari hörkuseríu. Fjórði leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á miðvikudaginn kemur.Afhverju vann Snæfell? Leikurinn í kvöld var eins og fyrri viðureignir liðana: hnífjafn. Æsispennandi lokamínútur þar sem Snæfell virtist ráða betur við spennustigið varð til þess að heimamenn gátu klárað leikinn í kvöld. Keflavík gerði heiðarlega tilraun til að stela sigrinum en Snæfelli tókst í þetta skipti að halda einbeitingu til enda leiksins.Bestu menn vallarins: Ellenberg átti enn og aftur stórglæsilegan leik þar sem hún steig upp á hárréttum tíma. Hún skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf alls 7 stoðsendingar. Framlag Ellenbergs í fjórða leikhlutanum var afar mikilvægt til að landa sigrinum í kvöld og erfitt að sjá að Snæfell hefði getað klárað þennan leik án hennar frammistöðu undir lok leiksins. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik þangað til að hún þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Berglind skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Gunnhildur skoraði 12 stig í kvöld og var ásamt Bryndísi Guðmundsdóttir, sem skoraði 9 stig, afar mikilvægur drifkraftur í leik Snæfells. Hjá Keflavík var Ariana Moorer með 17 stig, ótruleg 20 fráköst og 4 stoðsendingar. Moorer tók tæplega helming allra frákasta Keflvíkinga en liðið náði í heild 45 fráköstum. Þá sýndu þær Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir góða frammistöðu í kvöld. Salbjörg skoraði 6 stig, tók 9 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Thelma Dís var með 14 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.Áhugaverð tölfræði: Tölfræðin ber vott um hversu jafn leikurinn var. Liðin eru mjög jöfn í helstu tölfræðiþáttum. Til að mynda tók Snæfell 47 fráköst á meðan Keflavík tók 45. Snæfell gaf 15 stoðsendingar en Keflavík 16. Snæfell tapaði 14 boltum en Keflavík 12. Það sem ber af á milli liðana í kvöld er helst léleg vítaskotsnýting Keflavíkur. Keflavík var með 60% nýtingu af vítalínuni á meðan Snæfell skoraði úr 18 af 20 vítaskotum eða 90%. Á heildina litið var skotnýting liðana þó jöfn eða um 36%.Hvað gekk illa? Keflavík átti í erfiðleikum með að stöðva Aaryn Ellenberg í lok leiks. Ellenberg skoraði mjög mikilvægar körfur á tíma þar sem sigurinn gat fallið beggja megin. Snæfell átti slakan þriðja leikhluta þar sem þær hleyptu Keflavík aftur inn í leikinn og töpuðu 13 stiga forystu sem þær voru komnar með í hálfleik.Snæfell-Keflavík 68-60 (17-17, 23-10, 7-20, 21-13)Snæfell: Aaryn Ellenberg 33/11 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/6 fráköst.Keflavík: Ariana Moorer 17/20 fráköst/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/9 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 2.Aaryn: Vissi að ég þyrfti að stíga upp undir lok leiksins „Við komum inn í þennan leik af miklu meiri ákafa heldur en í síðustu tveimur leikjum, það komu allir tilbúnir til að berjast fyrir sigrinum í kvöld,“ sagði Aaryn Ellenberg, leikstjórnandi Snæfells, sátt eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Snæfellskonur vissu að allt annað en sigur í kvöld þýddi að Keflavík myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli þeirra. „Við vissum að við gætum ekki farið inn í þennan leik og unnið hann með einstaklings framtaki, það þurftu allir að koma með eitthvað á borðið í þessum leik.“ Aaryn bar sóknarleik Snæfells á herðum sér á lokamínútunum og setti margar mikilvægar körfur en hún endaði með 33 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. „Ég vissi að þetta yrði leikur sem myndi vinnast með litlum mun og ég vissi að ég þyrfti að vera tilbúin að stíga upp undir lok leiksins. Ég var með það hugarfar allan tímann að ég þyrfti að stíga upp á lokamínútunum,“ sagði Aaryn og hélt áfram: „Ég þarf að vita hvernig ég stýri leiknum sem best, byrja af krafti en á sama tíma koma liðsfélögum mínum vel inn í leikinn. Ég má ekki eyða of miklu bensíni í byrjun og vera búin á því í lokin, ég þarf að vita hvenær ég á að ráðast á körfuna og hvenær ég á að setjast í aftara sætið og leyfa liðsfélögunum að stýra,“ sagði Aaryn að lokum.Sverrir Þór: Hefði verið fáránlega gott að vinna 3-0 „Ég er ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við komum okkur inn í leikinn, jöfnum og erum í hörkuleik. Svo fóru síðustu mínúturnar út í algjört rugl,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir tapið fyrir Snæfelli í kvöld. „Leikmanni okkar [Birnu Valgerði Benónýsdóttur] var hent út. Ég sá það ekki en efast ekki um að það hafi verið rétt. Það kom smá hikst í þetta en svo fannst okkur vera skref þegar Kaninn þeirra [Aaryn Ellenberg] setti þristinn úr horninu. Ég fékk tæknivillu í kjölfarið. Það var snúningur, þrjú stig og svo eitt skot og boltinn. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á miðvikudaginn og með sigri þar tryggja Keflvíkingar sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við þurfum að fara yfir þennan leik. Við gerðum margt gott í dag en það er margt sem má betur fara,“ sagði Sverrir. „Ef við hefðum unnið Snæfell 3-0 hefði það verið fáránlega gott en við erum ekki að fara að gera það. Við þurfum enn að ná í þennan þriðja sigur.“Bein lýsing: Snæfell - KeflavíkTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira