Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:00 Horford var stigahæstur í liði Boston sem minnkaði muninn. Vísir/getty Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin: NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin:
NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira