Botn sleginn í Brexit? Stjórnarmaðurinn skrifar 23. apríl 2017 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum.
Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira