Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 08:49 Donald Trump fór mikinn á fundinum í gær. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. BBC greinir frá. Fundurinn var haldinn í Pennsylvaníu-ríki og sagði Trump við stuðningsmenn hans að hann væri að efna hvert loforðið á fætur öðru. Blés hann á alla gagnrýni og sagði hana vera „falskar fréttir“ frá „gamaldags“ blaðamönnum Trump hafði tilkynnt að hann myndi ekki mæta á kvöldverð blaðamanna en hefð er fyrir því að forsetinn mæti þangað, þar sem yfirleitt er gert góðlátlegt grín að sitjandi forseta. Er Trump fyrsti forsetinn frá árinu 1981 til þess að sleppa því að sitja kvölverðinn en það ár var Ronald Reagan að jafna sig eftir banatilræði. Á fundinum í gær sagði Trump að fjölmiðlar ættu skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ vegna umfjöllunar þeirra um það sem Trump hefur áorkað á fyrstu 100 dögum hans sem forseti. Þá sagði Trump að hann væri hæstánægður með að vera meira en í 150 kílómetra fjarlægð frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Minntist Trump lauslega á kvöldverð blaðamanna þar sem hann sagði stóra hópa Hollywood-leikara og blaðamanna í Washington vera að hugga hvorn annnan á kvöldverðinum sem myndi verða „mjög leiðinlegur“. Þá minntist hann stuttlega á umdeildan landamæramúr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó sem reynst hefur erfitt að fjármagna en múrinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. „Við erum að fara að byggja múr, ekki einu sinni hafa áhyggjur af því,“ sagði Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Donald Trump hefur efnt fimm af 28 kosningaloforðum á sínum fyrstu hundrað dögum í embætti. Fimm loforð eru út af borðinu. 29. apríl 2017 15:00