Trump búinn að reka yfirmann FBI Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2017 22:02 James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40