Spánn er með fullt hús stiga á toppi þriðja riðils í undankeppni EM í handbolta eftir sigur á Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í Austurríki á heimavelli, 35-24. Bæði lið hafa leikið fjóra leiki.
Spánverjar eru langefstir og öruggir með sæti á EM á næsta ári. Spánn er með 8 stig en öll hin liðin í riðlunum eru með 2 stig.
Sigur Spánverja í kvöld var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 15-11. Markahæstir í liði Spánverja voru þeir Valero Rivera og Julen Aguinagalde með sex mörk hvor. Hjá Austurríki var Alexander Hermann markahæstur með átta mörk.
Við taka feykilega mikilvægir leikir hjá Patreki og félögum sem mæta Finnum í Finnlandi 14. júní og svo Bosníu á heimavelli á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní.
Lærisveinar Patreks töpuðu fyrir Spánverjum
Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn





„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti