Tusk hvetur May til að hætta að tala gegn ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2017 16:33 Theresa May og Donald Tusk. vísir/getty Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06
Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00