Er íslenskan í hættu? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun