Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun