Umbætur Magnús Guðmundsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir eru ekki kosningar sama hversu nærri þær eru því að varpa fram raunsærri mynd af skoðunum fólks, stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnir. Í eðlilegu stjórnmálalegu árferði fá kjósendur að hafa áhrif á aðeins fjögurra ára fresti og fjögur ár eru langur tími í nútíma stjórnmálum. Langur tími í hröðu og tæknivæddu samfélagi samtímans. Þessi staðreynd eykur mikilvægi skoðanakannana fyrir stjórnmálamenn sem fá fyrir tilstilli þeirra skýra mynd af því hvort kjósendur eru ánægðir með störf þeirra og stefnur á kjörtímabilinu. En vilji stjórnmálamanna hlýtur eðli lýðræðisins samkvæmt að vera að starfa í sátt við kjósendur sína, hlusta á raddir þeirra, hugmyndir og væntingar. Þetta gengur hins vegar sjaldan neitt sérstaklega vel. Þegar stjórnmálaflokkar eru komnir til valda þá virðist vera unnið án tillits til skoðana kjósenda fram undir næstu kosningar þegar hlaðið er í nýjan loforðaflaum. Þetta er auðvitað afleitt og gengur í raun þvert á þá hugsun að viðkomandi stjórnmálamenn séu fulltrúar þjóðarinnar.Stjórnmálamenn sem vilja að sönnu starfa í umboði og sátt við kjósendur sína hljóta því að leggja við hlustir þegar fólkið sem kom þeim til valda styður þá ekki lengur. Nýjasta dæmið er að finna í nýrri skoðanakönnum á vegum MMR. Þar kemur fram að meira en helmingur þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum myndi ekki kjósa flokkinn í dag. BF var í kosningunum lítill flokkur sem náði að rífa fylgi sitt upp í 7,2 prósent á landsvísu, líkast til með andstöðu við búvörusamningana, en nýtur nú aðeins fylgis 3,2 prósenta kjósenda sem er meira en helmingshrun. Fylgi sem væri ekki einu sinni nálægt því að koma manni á þing. Í þessu eru fólgin skýr skilaboð frá kjósendum Bjartrar framtíðar til ráðherra og þingmanna flokksins hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Kjósendur flokksins greiddu honum atkvæði í síðustu kosningum og það var gert á ákveðnum forsendum út frá þeim málefnum og áherslum sem flokkurinn lagði upp með. Að flokkurinn hafi hins vegar ekki getað haldið sig á þeirri braut innan núverandi ríkisstjórnarsamstarfs er því líklegasta skýringin á þessu mikla fylgishruni flokksins. Óneitanlega var flokkurinn í senn í erfiðri og lykilstöðu eftir kosningarnar en það er engin afsökun fyrir því að bregðast þeim sem þó lögðust á sveif með flokknum. Björt framtíð skuldar því kjósendum sínum, ríflega helmingi þeirra að minnsta kosti, skýringar á þeim áherslum sem flokkurinn hefur starfað eftir innan ríkisstjórnarinnar. Þar eru heilbrigðismálin ofarlega enda virðist ríkisstjórnin, með Óttar Proppé í fararbroddi í heilbrigðismálum, ætla að starfa þvert á vilja þjóðarinnar og væntanlega þá einnig kjósenda flokksins. Það er þessi fjárans vilji þjóðarinnar sem virðist einmitt flækjast á stundum fyrir stjórnmálamönnum og flokkum sem virðast oftar en ekki hafa meiri áhuga á vilja hagsmunaaðila. Þessu þurfa stjórnmálin að breyta og þar geta einmitt skoðanakannanir reynst afar gagnlegar í kjölfar upplýstrar umræðu sem er forsenda umbóta í nútíma stjórnmálum. Var það ekki annars á stefnuskrá Bjartrar framtíðar?
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun