Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2017 13:29 Fyrirlesturinn fer fram á Grand Hotel í Reykjavík. Vísir/GVA Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer mun halda fyrirlestur á vegum Vakurs, félags samtaka um evrópska menningu, í Reykjavík þann 11. maí næstkomandi. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Fyrir baráttu sína hefur Spencer oftar en einu sinni komist í kast við lögin og bækur hans verið bannaðar víða um heim. Var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“ Skrif hans voru Anders Behring Breivik, sem myrti 77 í Osló og Útey árið 2011, mikill innblástur. Í stefnuyfirlýsingu sem Breivik birti í aðdraganda árásanna vísar hann 64 sinnum til skrifa Spencers og mælti Breivik með bókum hans við hvern þann sem fræðast vildi um íslam.Breivik myrti 77 árið 2011 í sprengingu í miðborg Óslóar og með því að skjóta alla þá sem á vegi hans urðu í Útey þar sem sumarbúðir ungliðadeildar Verkamannaflokksins fóru fram.Vísir/AFPÞá er Spencer stofnmeðlimur samtakanna American Freedom Defense Initiative, sem berst gegn fyrrnefndri íslamvæðingu Bandaríkjanna. Fyrir baráttu sína voru samtökin árið 2011 flokkuð sem öfga- og haturshópur, í anda annarra samtaka á borð við Ku Klux Klan, Westboro Baptist Church og nýnasistahreyfingar. Spencer er að sama skapi tíður gestur í spjallþáttum Fox News þar sem hann er fenginn til að ræða hugðarefni sín.Ætlað að efla stoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi Fyrirlestur Spencers á Íslandi ber yfirskriftina „Íslam og framtíð evrópskrar menningar“ og á heimasíðu Vakurs er tekið fram að hann muni meðal annars fjalla um hver reynslan af íslam, moskum og kóranskólum hafi verið á Vesturlöndum. „Einnig útskýra hugmyndafræði og aðferðir salafista, jíhadista og Bræðralags múslima. Að minnsta kosti einn þessara hópa er þegar með starfsemi á Íslandi,“ segir á heimasíðu Vakurs. Samtökin, sem kenna sig sem fyrr segir við evrópska menningu, segja eitt markmiða sinna að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og Robert Spencer sem efla hinar þrjár grunnstoðir vestrænnar siðmenningar á Íslandi;Fornmenningu Grikkja og Rómverja,Hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð sem ogSiði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða, „sem frá upphafi þjóðflutninga til loka víkingaaldar settu mót sitt á nær allar þjóðir Norðurálfu,“ eins og það er orðað á heimasíðu Vakurs. „Einnig fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar“ Ábyrgðarmaður heimasíðu Vakurs er Þröstur Jónsson. Fyrirlesturinn fer fram sem fyrr segir þann 11. maí í Grand Hótel Reykjavík
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent