KR-vörninni splundrað með sex sendingum | Sjáðu glæsilegt sigurmark Víkinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 13:30 Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30