Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2017 19:15 Ólafur Ólafsson. Vísir/Eyþór Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við. Aflandsfélagið greiddi aflandsfélagi í eigu Ólafs milljarða króna vegna hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum. Það er óhætt að segja að málflutningur Ólafs Ólafssonar fyrir þingnefnd í gær undrar flesta þá sem sem lesið hafa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu Búnaðarbankans. Í fyrsta lagi sagði hann baksamninga vegna kaupanna ekki koma sölu ríkisins á bankanum við og í öðru lagi að hann vissi ekkert um tilurð aflandsfélagins Welling og Partners, sem greiddi honum þúsundir milljóna vegna kaupanna. Ólafur gerði mikið úr því á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær að það hafi ekki verið skilyrði að hálfu ríkisins við söluna á Búnaðarbankanum að erlendur banki eða fjárfestir kæmi að kaupunum. Það er hins vegar stutt með ýmsum skjalfestum hætti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að það atriði skipti máli við val á kaupanda og að á síðustu stundu tókst Eglu, eignarhaldsfélagi S-hópsins, að fá nafn þýska bankans Hauck & Aufhauser inn í kaupsamninginn. Í aðdraganda kaupanna í lok árs 2002 og byrjun árs 2003 eru síðan margvíslegar sönnur færðar á þá atburðarás að Kaupþing, sem var lítil fjármálastofnun, lánaði aflandsfélagi, Welling og Partners sem bankinn átti sjálfur, 34 milljónir dollara sem lagðar voru inn á reikning hjá Hauck & Aufhauser. Þá eru raktir tölupóstar til Ólafs, þar sem fram kemur að hann er augljóslega með í ráðum við stofnun Welling og Partners, meðal annars með bókun fundar í Frankfurt með honum og „Lundanum,“ sem var dulnefni yfir Kaupþing og fulltrúum Hauck & Aufhauser um baksamninga vegna kaupanna á Búnaðarbankanum. Þá er augljóst af gögnum rannsóknarnefndarinnar að greiðsla Hauck & Aufhauser á meintum hlut bankans í Eglu og Búnaðarbankanum, kom af reikningi Welling og Partners í þýska bankanum. Í baksamningum var kveðið á um skiptingu hagnaðar af kaupunum á Búnaðarbankanum sem annars vegar leiddi til 57,5 milljón dollara greiðslu til aflandsfélagsins Marine Choice í eigu Ólafs og hins vegar til 46,5 milljóna dollara til Dekhill, sem enginn veit hver á en rannsóknarnefndin telur líklegt í ljósi atburða að tengist Kaupþingi. Aðrir hluthafar í Búnaðarbankanum njóta einskis af arðinum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær kom efnislega ekkert nýtt fram hjá Ólafi, til að mynda í svari hans við eftirfarandi spurningu Lilju Alfreðsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins:Segjum að þú kannist ekkert við Welling og Partners, þekkir ekkert til þess hvernig þessar lánveitingar voru og allt það. En finnst þér sjálfum þetta ekki svolítið grunsamlegt? „Mér finnst persónulega, það sem að mér snýr, að allt sem að við gerðum í S hópnum og Eglu hafi verið samkvæmt bókinni. Samningar sem Hauck & Aufhauser og Kaupþing gerðu sín á milli er alfarið á þeirra ábyrgð,“ sagði Ólafur Ólafsson.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira