Loftslagsmál eru orkumál Hörður Arnarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Arnarson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun