Farið fram á gæsluvarðhald yfir fyrrverandi kærasta Tovu Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 14:23 Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Vísir/Getty Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi. Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir 22 ára manni vegna gruns um að hann hafi orðið hinni nítján ára Tovu Moberg að bana um helgina. Hinum tveimur mönnunum sem voru í haldi lögreglu hefur verið sleppt. Sænskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður er um morðið á að hafa átt í ástarsambandi við Tovu sem fannst látin í stöðuvatni við bóndabæ nálægt Hudiksvall þar sem síðast var vitað að hún var á lífi. Foreldrar Tovu höfðu samband við lögreglu á sunnudag eftir að hún hafði ekki skilað sér heim kvöldið eftir að hún hafði farið út að skemmta sér. Var í kjölfarið ákveðið að lýsa eftir henni í fjölmiðlum.Var glöð og leið vel Vitað var að Tova var á leið á skemmtun nálægt Hudiksvall á laugardagskvöldinu. Hudiksvall er tæplega þrjú hundruð kílómetrum norður af Stokkhólmi. Sama kvöld hringdi hún í vin sinn og tilkynnti honum að hún væri stödd við bóndabæ í nágrenninu. Á hún að hafa verið glöð og liðið vel, en þetta var í síðasta sinn sem spurðist til hennar á lífi. Á mánudeginum var fjölgað í leitarliði lögreglu og var stórt svæði í kringum bóndabæinn girt af þar sem notast við þyrlur og hunda við leitina. Lík hennar fannst svo í stöðuvatni við bæinn aðfaranótt þriðjudagsins, en vitað er að hinn grunaði tengist bóndabænum á einhvern hátt.Kærður fyrir að beita hana ofbeldi Enn hefur ekki verið greint frá því hvað olli dauða stúlkunnar og er niðurstöðu réttarlæknis enn beðið. Þó hefur lögregla greint frá því að hún hafi verið með sýnilega áverka á líkamanum án þess að útskýra það nánar. Aðfaranótt mánudagsins voru þrír menn handteknir vegna gruns um að tengjast hvarfinu, en á þeim tíma hafði lík hennar ekki fundist. Lögregla hefur nú farið fram á að einn mannanna verði úrskurðaður í gæsluvarðhaldi. Segja þeir sem til þekkja að maðurinn og Tova hafi nýverið slitið sambandi sínu, en í lok mars hafði maðurinn verið kærður til lögreglu þar sem hann var sagður hafa beitt Tovu ofbeldi.
Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58 Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Þrír í haldi vegna hvarfs ungrar sænskrar konu Hin nítján ára Tova Moberg frá bænum Njutånger sem hvarf sporlaust aðfaranótt gærdagsins. 15. maí 2017 08:58
Telja sig hafa fundið lík sænsku stúlkunnar Sænska lögreglan telur allar líkur á að lík Tovu Moberg, 19 ára stúlku, sem hvarf sporlaust aðfaranótt sunnudags sé fundið. 16. maí 2017 08:32