Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira