Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2017 07:40 Árásin hófst um helgina og er ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. vísir/getty Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30
Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00