Norður-kóreskir hakkarar hugsanlega á bak við tölvuárásina Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2017 07:40 Árásin hófst um helgina og er ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. vísir/getty Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Bandaríska öryggisfyrirtækið Symantec og rússneska öryggisfyrirtækið Kaspersky telja sig hafa fundið vísbendingar sem gefa til kynna að norður-kóreskir hakkarar hafi verið að verki þegar tölvuvírusinn WannaCry fór af stað á föstudag. Hakkararnir eru vel þekktir enda hafa þeir staðið fyrir fjölmörgum tölvuárásum í gegnum tíðina en þeir ganga undir nafninu Lazarus Group. Fyrirtækið Symantec hefur í gegnum tíðina rakið slóð tölvuþrjóta með góðum árangri en starfsmenn þess uppgötvuðu gamla útgáfu af WannaCry-vírusnum sem innihélt kóða sem notaður var í árás á Sony Pictures í febrúar árið 2014. Bandarísk yfirvöld telja einmitt að yfirvöld í Pyongyang hafi stutt þá árás og þá hafa Lazarus-hakkarnarnir verið þekktir fyrir að nota Bitcoin í árásum sínum líkt og gert er nú. WannaCry-veiran hefur sýkt hundruð þúsund tölva um allan heim og er þetta ein skæðasta tölvuárás sem gerð hefur verið. Möguleg tengsl við Norður-Kóreu koma á sama tíma og bandarísk stjórnvöld sæta gagnrýni fyrir að hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa en WannaCry-vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA, og var stolið þaðan í ágúst 2016. Rannsókn á tilurð og uppruna WannaCry-óværunnar er á byrjunarstigi en líklegt þykir margir mánuðir muni líða áður en niðurstaða liggur fyrir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30 Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
WannaCry: Vírusar sem virka Öryggissérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að reyna að finna sökudólgana í tölvuárásinni sem læsti hundruðum þúsunda tölva um helgina. 15. maí 2017 12:30
Ekki enn vitað hverjir eiga smituðu tölvurnar Grunur leikur á að tíu tölvur hér á landi hafi lent í gagnagíslatöku. Sá möguleiki er fyrir hendi að eigendurnir viti ekki af því sjálfir. Veiran hefur ráðist á meira en 200 þúsund tölvur víðsvegar um heim. 16. maí 2017 07:00