WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 09:57 Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen, forstjóri WOW. WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira