Síðasti séns að redda nýjum leikmönnum um helgina | Glugginn að loka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 17:30 Eyjamenn hafa byrjað illa en er meiri hjálp á leiðinni? Vísir/Eyþór Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á miðnætti á mánudaginn 15. maí. Félögin hafa því aðeins þrjá daga til að bæta við sig leikmönnum. Liðin í Pepsi-deildunum hafa verið að bæta við sig leikmönnum frá því að keppni hófst um síðustu mánaðarmót en eftir mánudaginn þurfa þau og lifa með sínum leikmannahópi fram á mitt sumar. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka. Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum. Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí. Knattspyrnusamband Íslands vekur sérstaka athygli félaga á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni. Búast má við því að félagaskipti á milli landa taki nokkra daga. Þá er minnt á að ef leikmenn eru frá öðrum löndum en innan EES, Grænlandi og Færeyjum skal fylgja staðfesting frá Útlendingastofnun og/eða Vinnumálastofnun á dvalar- og atvinnuleyfi leikmannsins á Íslandi. Vert er að minna á breytingu á reglugerð frá því fyrir tveimur árum, varðandi félagaskipti, sem finna má í grein 15.4. 15.4. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin tilkynning um félagaskiptin borist til skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti daginn áður, en þó verður tilkynning sem berst um helgi eða á frídegi að öllu jöfnu afgreidd næsta virka dag á eftir og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils. Félög geta ekki lánað leikmenn eftir 15. maí en hægt er að kalla leikmenn til bara úr láni, þ.e. leikmenn sem eru á tímabundnum félagaskiptum, eftir þennan tíma. Það er þó aðeins hægt ef liðinn er lágmarkstími tímabundinna félagaskipta sem er einn mánuður. Þetta þýðir að leikmaður sem er lánaður frá félagi A til félags B þann 14. maí, getur verið kallaður til baka úr láni, þó ekki fyrr en 14. júní. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni að félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á miðnætti á mánudaginn 15. maí. Félögin hafa því aðeins þrjá daga til að bæta við sig leikmönnum. Liðin í Pepsi-deildunum hafa verið að bæta við sig leikmönnum frá því að keppni hófst um síðustu mánaðarmót en eftir mánudaginn þurfa þau og lifa með sínum leikmannahópi fram á mitt sumar. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka. Þeir geta skipt til og með 31. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum. Glugginn opnar svo aftur 15. júlí og er opinn til 31. júlí. Knattspyrnusamband Íslands vekur sérstaka athygli félaga á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni. Búast má við því að félagaskipti á milli landa taki nokkra daga. Þá er minnt á að ef leikmenn eru frá öðrum löndum en innan EES, Grænlandi og Færeyjum skal fylgja staðfesting frá Útlendingastofnun og/eða Vinnumálastofnun á dvalar- og atvinnuleyfi leikmannsins á Íslandi. Vert er að minna á breytingu á reglugerð frá því fyrir tveimur árum, varðandi félagaskipti, sem finna má í grein 15.4. 15.4. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi fullfrágengin tilkynning um félagaskiptin borist til skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti daginn áður, en þó verður tilkynning sem berst um helgi eða á frídegi að öllu jöfnu afgreidd næsta virka dag á eftir og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils. Félög geta ekki lánað leikmenn eftir 15. maí en hægt er að kalla leikmenn til bara úr láni, þ.e. leikmenn sem eru á tímabundnum félagaskiptum, eftir þennan tíma. Það er þó aðeins hægt ef liðinn er lágmarkstími tímabundinna félagaskipta sem er einn mánuður. Þetta þýðir að leikmaður sem er lánaður frá félagi A til félags B þann 14. maí, getur verið kallaður til baka úr láni, þó ekki fyrr en 14. júní.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira