Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2017 11:18 Robin og Christian eru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir hafa alltaf efast um sekt sína. Skjáskot SVT Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Nítján ár eru nú liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina og hafa saksóknarar nú verið ákveðið, í ljósi nýrra upplýsinga, að rannsaka málið á nýjan leik. Sænska ríkissjónvarpið SVT sýndi í gærkvöldi annan þáttinn af þremur um málið þar sem Dan Josefsson, fréttamaður fréttaskýringaþáttarins Dokument Inifrån, hefur rætt við bræðurna, foreldra þeirra og þá sem komu að rannsókninni. Eru birt myndskeið frá yfirheyrslum lögreglumanna yfir drengjunum þar sem þeir eru spurðir leiðandi spurninga um atburðina.Fannst á palli í háu grasi við vatnið Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Afi drengsins hafði þá komið að barnabarni sínu sem hafði þá verið saknað í fjóra tíma. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hafi drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Þá var hann með sár á líkama sem leiddi til að lögregla hóf fyrst leit að kynferðisbrotamanni. Líkið hafði fundist um þrjátíu metrum frá þeim stað sem talið er að hann hafi verið drepinn.120 börn yfirheyrð Lögregla yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna í tengslum við málið, en mörg börn höfðu verið að leik skammt frá vatninu á þessum sumardegi. Á fyrstu dögum rannsóknarinnar beindi lögregla sérstaklega sjónum sínum að vinum Kevin. Eftir um tveggja mánaða rannsókn greindi lögregla, sem hafði verið undir miklum þrýstingi að leysa málið, að fimm og sjö ára bræður frá bænum hafi orðið valdir að dauða Kevin, en sést hafði til þeirra með Kevin fyrr um daginn örlagaríka. Á fréttamannafundi á haustdögum 1998 greindi lögreglumaðurinn Rolf Sandberg, sem stýrði rannsókninni, að bræðurnir hafi viðurkennt að hafa banað Kevin. Þó voru engin tæknileg sönnunargögn sem bendluðu drengina við morðið. Vegna ungs aldurs hlutu bræðurnir engan dóm.Bræðurnir Christian og Robin ræða nú í fyrsta sinn opinberlega um málið. Þeir eru nú 25 og 23 ára gamlir.Skjáskot SVTYfirheyrðir í 31 tíma Málið vakti skiljanlega gríðarlega athygli í Svíþjóð þar sem þetta var í fyrsta sinn sem barn hafði orðið öðru barni að bana í landinu. Eftir að „játning“ bræðranna lá fyrir var hins vegar lítið sem ekkert fjallað um málið. Þar til nú. Þeir lögfræðingar og sérfræðingar sem fréttamaðurinn Josefsson hefur rætt við segja að „játning“ bræðranna sé á engan hátt trúverðug og að fjölmargt megi setja út á rannsókn lögreglu. Bræðurnir voru yfirheyrðir í alls 31 klukkutíma, í langan tíma í senn og yfir tveggja mánaða tímabil. Á myndbandsupptökunum af yfirheyrslunum, sem hafa fyrst nú komið fyrir sjónir almennings, má sjá Sandberg koma inn í yfirheyrsluherbergið og spyrja fimm ára drenginn leiðandi spurninga og breyta tón sínum allt eftir því hvaða svör drengirnir gáfu hverju sinni. Drengirnir breyttu frásögn sinni af atburðum dagsins í sífellu og lögfræðingur fjölskyldunnar var ekki viðstaddur yfirheyrslurnar.Hafa ávallt efast um sekt sína Bræðurnir Christian og Robin, sem nú eru 25 og 23 ára gamlir, segjast í þáttunum alltaf hafa efast um að hafa verið valdir að dauða Kevin. Segja þeir að þeir hafi fundið fyrir þrýstingi frá lögreglunni á sínum tíma að viðurkenna morðið. Saksóknari í Karlstad greindi frá því í gær að í ljósi nýrra upplýsinga hafi verið ákveðið að hefja rannsókn á málinu á nýjan leik.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent