Staurblindur meirihluti á ástand húsnæðismála Halldór Halldórsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Í borgarráði 27. apríl sl. var loksins tekin fyrir tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarstjórn 7. febrúar sl. um að fjölga lóðum í Úlfarsárdal verulega umfram þær lóðir sem nú verða lagðar til við endurskoðun deiliskipulags. Upphaflegar tillögur um Grafarholt og Úlfarsárdal gerðu ráð fyrir allt að 28.000 íbúa byggð en miðað við stefnu meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar verður byggðin ekki nema fyrir 9.000 íbúa.Meirihlutinn felldi tillögu um fjölgun lóða Á fundinum í borgarstjórn hinn 7. febrúar samþykkti meirihlutinn að vísa tillögunni til borgarráðs. Á þeim tímapunkti kviknaði von um að meirihlutinn væri búinn að átta sig á því að núverandi ástand í húsnæðismálum gengi ekki lengur og því væri skynsamlegt að samþykkja tillögu um verulega fjölgun lóða. En því var ekki að heilsa. Því þessi sami meirihluti sem hafði látið tillöguna velkjast í borgarkerfinu í tæpa þrjá mánuði felldi tillöguna með þeirri röksemdafærslu að tillagan myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja. Það er kaldhæðnislegt að það eru einmitt þessar endalausu áætlanir sem meirihlutinn vísar til og borgarstjóri veifar statt og stöðugt sem fólk í húsnæðisþörf hefur ekki getað flutt inn í. Áætlanir á glærum borgarstjóra eru skjóllitlar og hriplekar.Það vantar 5.000 íbúðir núna Það er auðséð að meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fararbroddi skilur ekki vandamálið. Það vantar 5.000 íbúðir í dag og svo 1.400 íbúðir árlega næsta áratuginn. Lóðaskortsstefna meirihlutans hefur þau áhrif á húsnæðismarkað að hér hefur verið sett Evrópumet í hækkun húsnæðisverðs síðan 2010 og sífellt fleiri fréttir berast af því að fólk sé að flýja blinda þéttingarstefnu meirihlutans til nágrannabyggðarlaga. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimatilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur. Eina ljósið í myrkrinu er að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þá geta borgarbúar rofið nánast sleitulausa valdasetu vinstri flokkanna í borgarstjórn síðan árið 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Halldórsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í borgarráði 27. apríl sl. var loksins tekin fyrir tillaga okkar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram í borgarstjórn 7. febrúar sl. um að fjölga lóðum í Úlfarsárdal verulega umfram þær lóðir sem nú verða lagðar til við endurskoðun deiliskipulags. Upphaflegar tillögur um Grafarholt og Úlfarsárdal gerðu ráð fyrir allt að 28.000 íbúa byggð en miðað við stefnu meirihluta Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar verður byggðin ekki nema fyrir 9.000 íbúa.Meirihlutinn felldi tillögu um fjölgun lóða Á fundinum í borgarstjórn hinn 7. febrúar samþykkti meirihlutinn að vísa tillögunni til borgarráðs. Á þeim tímapunkti kviknaði von um að meirihlutinn væri búinn að átta sig á því að núverandi ástand í húsnæðismálum gengi ekki lengur og því væri skynsamlegt að samþykkja tillögu um verulega fjölgun lóða. En því var ekki að heilsa. Því þessi sami meirihluti sem hafði látið tillöguna velkjast í borgarkerfinu í tæpa þrjá mánuði felldi tillöguna með þeirri röksemdafærslu að tillagan myndi ekki gera neitt til leysa húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði best gert með því að vinna rösklega að þeim áætlunum sem fyrir liggja. Það er kaldhæðnislegt að það eru einmitt þessar endalausu áætlanir sem meirihlutinn vísar til og borgarstjóri veifar statt og stöðugt sem fólk í húsnæðisþörf hefur ekki getað flutt inn í. Áætlanir á glærum borgarstjóra eru skjóllitlar og hriplekar.Það vantar 5.000 íbúðir núna Það er auðséð að meirihluti borgarstjórnar með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í fararbroddi skilur ekki vandamálið. Það vantar 5.000 íbúðir í dag og svo 1.400 íbúðir árlega næsta áratuginn. Lóðaskortsstefna meirihlutans hefur þau áhrif á húsnæðismarkað að hér hefur verið sett Evrópumet í hækkun húsnæðisverðs síðan 2010 og sífellt fleiri fréttir berast af því að fólk sé að flýja blinda þéttingarstefnu meirihlutans til nágrannabyggðarlaga. Þrátt fyrir þessa stöðu heldur meirihlutinn sig við óbreytta stefnu um að úthluta ekki nýjum lóðum heldur styðjast nánast eingöngu við lóðir á þéttingarsvæðum þar sem ljóst er að íbúðir eru miklum mun dýrari en ef borgin úthlutaði sjálf fleiri lóðum. Skortur í húsnæðismálum og óeðlilega mikil þensla á húsnæðismarkaði markast af skorti sem er heimatilbúinn og í boði meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Borgarstjórn Reykjavíkur. Eina ljósið í myrkrinu er að það eru borgarstjórnarkosningar á næsta ári. Þá geta borgarbúar rofið nánast sleitulausa valdasetu vinstri flokkanna í borgarstjórn síðan árið 1994.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar