Einkamál Tækniskólans Guðríður Arnardóttir skrifar 10. maí 2017 10:45 Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun