Stefnuleysi og metnaðarleysi í menntun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Menntastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki beysin. Þessa dagana ræðir þingheimur stöðu framhaldsskólastigsins, en því miður ræðum við ekki metnaðarfulla stefnu til framtíðar heldur útfærslur. Menntamálaráðherra hefur teymt umræðuna út í það fúafen að snúast um rekstrarform og sameiningu einstakra stofnana. Það gerði hann með því að fela tveimur skólastjórum að skoða kosti þess að Tækniskólinn taki yfir rekstur Framhaldsskólans við Ármúla. Í ljós hefur komið að ráðherrann hafi látið stjórnarþingmenn vita af þessum áformum áður en við í stjórnarandstöðunni heyrðum fyrst af þeim í fréttum, líkt og aðrir landsmenn. Þetta eru ömurleg vinnubrögð, en ömurlegust eru þau gagnvart nemendum og kennurum, sem eru í mikilli óvissu um stöðu sína. Ráðherrann tönnlast á því að engin ákvörðun hafi verið tekin og að tryggt verði að yfirtakan á FÁ verði ekki nýtt til að skera niður fjárveitingar. En hvað hefur reynslan kennt okkur? Þegar framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú, þá var því lofað að sparnaður yrði nýttur til að efla skólana. Það var sagt fullum fetum í fjármálaáætlun sem var samþykkt í fyrra. Í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem er til umræðu þessa dagana er annað upp á teningnum. Fjárveitingar til framhaldsskóla lækka milli ára og aðhaldskrafa á þá allt að fjórfaldast. Aðhaldskrafan fer úr 0,5% upp í að vera á milli 1,5 og 2% á næstu fimm árum! Er nokkuð sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn standi með menntakerfinu? Það birtist ekki í stefnumörkun, sem er engin nema tilviljanakenndar ákvarðanir sem eru drifnar áfram af blindri trú á einkavæðingu og einkarekstur án greiningar. Það birtist ekki í fjárveitingum, sem lækka ár frá ári. Og það er fjarri því að birtast í samskiptum við þing eða skólasamfélagið, þau samskipti eru skammarleg. Nei, ef menntakerfið á að fá að blómstra, þá verður það ekki undir forystu núverandi ríkisstjórnar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar