Viðskipti innlent

Costco auglýsir eftir starfsfólki sem getur byrjað strax

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það er brjálað að gera í Costco.
Það er brjálað að gera í Costco. visir/kristinn páll
Verslun Costco í Kauptúni auglýsir nú eftir starfsfólki í hinar ýmsu deildir í versluninni vegna mikilla anna. Nauðsynlegt er að geta hafið störf strax. Eins og alþjóð veit opnaði vöruhúsið í síðustu viku og hefur fólk streymt í verslunina á hverjum degi síðan þá. Ljóst er að verslunin kemur eins og stormsveipur inn í íslenskt samfélag.

Meðal annars hefur verið stofnaður Facebook hópur þar sem Íslendingar bera saman verðlagningu í Costco og annars staðar og eru nú rúmlega 57 þúsund manns í hópnum.

Svo margir sækja raunar verslunina að röð hefur myndast fyrir utan verslunina fyrir opnun nánast á hverjum degi. Þá hafa kerrur klárast með þeim afleiðingum að viðskiptavinir aðstoða hvern annan við að koma vörum í bíla svo að þeir geti fengið kerrurnar næst.

Í auglýsingunni er óskað eftir fólki sem er sveigjanlegt hvað varðar vinnutíma og getur hafið störf strax en ljóst er að verslunin vill þannig vera í stakk búin til þess að taka á móti þeim mikla mannfjölda sem virðist sækja verslunina á hverjum degi.


Tengdar fréttir

Kíkt í körfur í Costco

Þó að sumir hafi gengið út úr Costco með þvottavél og þurrkara, sjónvarp og garðhúsgögn, voru flestir í röðinni með mat og aðrar smávörur. Fréttablaðið fór í röðina og kannaði innkaupakörfurnar og hvað í þeim leyndist enda margir að upplifa ákveðna fjársjóðsleit.

Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco

Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast veru full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×