Geðsjúkir þurfa að bíða eftir úrræðum inni á spítala í tvö ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala - aðrir bíða utan hans á meðan. vísir/vilhelm Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira