Geðsjúkir þurfa að bíða eftir úrræðum inni á spítala í tvö ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala - aðrir bíða utan hans á meðan. vísir/vilhelm Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira