Kvikmyndin er ádeilumynd og fjallar um eiganda listagallerís sem ákveður að halda óvenjulega listasýningu þar sem gestum gefst kostur á að biðja um aðstoð með hvað sem er. Með aðalhlutverk fara Dominic West og Elisabeth Moss.
Kvikmyndin var meðal 19 kvikmynda sem tilnefndar voru og var myndin ekki talin líkleg til að hreppa verðlaunin. Vinningshafinn var valinn af dómnefnd þar sem spænski leikstjórinn Pedro Almodovar var í broddi fylkingar.
Til annarra verðlauna unnu meðal annars leikkonan Nicole Kidman sem hlaut heiðursverðlaun hátíðarinnar og þá vann Sofia Coppola verðlaun sem besti leikstjóri fyrir kvikmynd sína The Beguiled. Diane Kruger og Joaquin Phoenix voru svo valin besti leikari og leikkona.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Al Jazeera um hátíðina.