Lækkum kostnað sjúklinga Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifa 26. maí 2017 14:24 Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun