Bónus fylgist grannt með Costco Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2017 07:00 Bónus er ódýrara í nokkrum vöruflokkum en Costco. vísir/anton brink „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
„Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira