Vísbendingar um að heilsuúrin séu langt frá því að gefa upp rétta mynd af brennslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 19:47 Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu, segir einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum. Heilsa Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira
Vísbendingar eru um að flest heilsuúr séu nytsamleg þegar kemur að því að mæla hjartslátt en ekki eins góð þegar kemur að því að mæla brennslu. Þetta er niðurstaða vísindamanna við bandaríska háskólann Standford University en fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir einum þeirra að notendur slíkra heilsuúra ættu að fara varlega þegar kemur að því að áætla hversu margar hitaeiningar þeir mega innbyrða út frá brennslunni sem úrin gefa upp. Vísindamennirnir leggja til við þau fyrirtæki sem framleiða slík úr, að þau gefi upp hvernig heilsuúrin reikna út brennslu notenda þeirra. Nákvæmni úr frá sjö framleiðendum var könnuð á sextíu sjálfboðaliðum sem voru beðnir um að nota þau á meðan þeir gengu, hlupu og hjóluðu. Rannsóknin leiddi í ljós úr frá sex framleiðendum af þessum sjö væru nákvæm þegar kemur að því að mæla hjartslátt notenda, þar sem skekkjumörkin voru undir fimm prósentum. Úrin sex sem skiluðu þessari niðurstöðu eru Apple Watch, Fitbit Surge, Basis Peak, Microsoft Brand, PulseOn og MIP Alpha 2. Samsung Gear 2 var það úr sem kom verst úr þessari könnun, eða með skekkjumörk upp á 6,8 prósent. Þegar kom að því að mæla brennslu notenda voru þá voru úrin ekki eins nákvæm. Ekkert þeirra var með skekkjumörk undir 20 prósentum, og sum þeirra, líkt og PulseOn, voru mun ónákvæmari. BBC hefur eftir Dr. Euan Ashley, sem er einn þeirra sem stóð að þessari rannsókn, að almenningur ætti að vera meðvitaður bæði um kosti og takmarkanir þessara tækja. „Fólk þarf að vera meðvitað um það að þessi tæki gefa afar grófa niðurstöðu þegar kemur að brennslu. Þú ferð kannski í ræktina og heldur að þú hafir brennt 400 hitaeiningum og hafir því það svigrúm þegar kemur að mataræðinu.“ Hann sagði á síðust árum hafi orðið miklar framfari í tækni þegar kemur að því að mæla hjartslátt, en það sama eigi ekki við um framþróun í að mæla brennslu. Ashley veltir upp þeim möguleika hvort þessi fyrirtæki styðjist ekki við hjartslátt einstaklinga til að mæla brennslu þeirra. Þá bendir hann einnig á að um sé að ræða flókinn útreikning sem getur verið afar einstaklingsbundinn. Tekur hann sem dæmi að munur á manneskjum geti verið afar mikill þegar kemur að því að ganga upp 10 þúsund þrep. Þar getur einstaklingar brennt allt frá 400 til 800 hitaeiningum, ef einungis er tekið mið af hæð þeirra og þyngd. Eins og fyrr segir eru fyrirtækin hvött til að deila upplýsingum um úrin en Stanford-teymið sem framkvæmdi þessa rannsókn hefur sett upp eigin vef þar sem hægt er að deila slíkum upplýsingum með öðrum.
Heilsa Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Sjá meira