Barkley og Shaq kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2017 23:30 Reggie Miller með þeim Charles Barkley og Shaquille O'Neal. Vísir/Getty Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að TNT-sjónvarpsstöðin láti þá Shaquille O'Neal og Charles Barkley sitja eins langt frá hvorum öðrum og þeir geta í pallaborðsumræðum um úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þeir Barkley og Shaq voru mættir til að ræða fjórða leik Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Cleveland vann leikinn og er komið í 3-1. Þeir eru sjaldan sammála og voru alls ekki sammála um hvort að þetta væri leikur sem mátti alls ekki tapast. Það besta í spjallinu var þó þegar þeir kepptust við að gera lítið úr afrekum hvors annars inn á körfuboltavellinum. Shaquille O'Neal byrjaði en hann vildi meina að Barkley þekkti þessa stöðu ekki nægilega vel þar sem að hann hafði aðeins farið í úrslitaeinvígið einu sinni á ferlinum. Barkley fór í úrslitin með Phoenix Suns árið 1993 en varð þá að sætta sig við tap á móti Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls. O'Neal vann NBA-titilinn fjórum sinnum, þrisvar með Los Angeles Lakers og einu sinni með Miami Heat. Það stoppaði samt ekkert Charles Barkley þegar hann skaut til baka. Barkley hélt því fram að að Shaq hafi aðeins orðið meistari vegna þess að hann var liðsfélagi Kobe Bryant og Dwyane Wade. Barkley fór reyndar einu skrefi lengra og bætti við nafni Alonzo Mourning. Það er hægt að sjá spjallið þeirra hér fyrir neðan.The Chuck vs. @SHAQ saga continues on #InsidetheNBA... pic.twitter.com/dPMXWc0XLL — NBA on TNT (@NBAonTNT) May 24, 2017 Þegar Lakers vann titilinn 2000 þá var Shaquille O'Neal með 30,7 stig og 15,4 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni, hann var með 30,4 stig og 15,4 fráköst í leik í sigrinum í úrslitakeppninni árið eftir og svo með 28,5 stig og 12,6 fráköst í leik í úrslitakeppninni 2002 þar sem Lakers vann þriðja árið í röð. Kobe Bryant var með 21,1 stig, 29,4 stig og 26,6 stig að meðaltali í þessum þremur úrslitakeppnum frá 2000 til 2002. Þegar Shaq varð meistari með Miami Heat fjórum árum síðar þá var hann með 18,4 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í leik. Dwyane Wade var þá með 28,4 stig, 5,9 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira