Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2017 12:39 Eins og sjá má var gífurleg röð í morgun. Vísir/Stefán Óli Viðskiptavinir hafa flykkst í verslun Costco í dag þegar búðin opnaði klukkan 10 en 100 bíla röð var út á Reykjanesbraut í morgun og í hádeginu. Mikil röð var jafnframt inn í sjálfa búðina eins og sjá má á myndum. Að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu er svo mikið margmenni í búðinni í dag að ekki er nægilegur fjöldi kerra fyrir alla og hjálpast viðskiptavinir nú að við að taka úr kerrum og setja vörur inn í bíla svo að næsti viðskiptavinur geti fengið kerruna. Líkt og sjá má á eftirfarandi loftmynd er fjöldi kerra gífurlegur við Costco og augljóst að margt er um manninn.Vísir/Jói KÍ samtali við Vísi segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að lögreglan fylgist grannt með umferð á svæðinu og staðfesti hann að röð bílanna að aðreininni í Kauptún við Reykjanesbraut væri löng. Það sama virðist því ætla að vera uppi á teningnum í dag og í gær þegar vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni, áður en verslunin opnaði. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson tók mynd í búðinni í gærkvöldi um áttaleytið sem sýndi mikinn mannskap í búðinni.Sé tekið mið að röðinni við opnun verslunarinnar bæði í dag og í gær er ljóst að áhugi Íslendinga á Costco virðist ekki fara minnkandi en þegar verslunin opnaði á þriðjudagsmorgun mættu færri en búist hafði verið við. Verslunin hefur ekki boðið upp á nein opnunartilboð eins og stundum er venjan en líkt og verðkönnun bendir til er mismunandi hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar. Íslenskir neytendur virðast ekki ætla að gæta sín á svokölluðum Costco áhrifum. Vísir/Stefán Óli Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Costco miklu ódýrari í bílavörum Allt að 227% munur er á glerhreinsi og 177% munur á mótorolíu. 24. maí 2017 16:36 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Viðskiptavinir hafa flykkst í verslun Costco í dag þegar búðin opnaði klukkan 10 en 100 bíla röð var út á Reykjanesbraut í morgun og í hádeginu. Mikil röð var jafnframt inn í sjálfa búðina eins og sjá má á myndum. Að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu er svo mikið margmenni í búðinni í dag að ekki er nægilegur fjöldi kerra fyrir alla og hjálpast viðskiptavinir nú að við að taka úr kerrum og setja vörur inn í bíla svo að næsti viðskiptavinur geti fengið kerruna. Líkt og sjá má á eftirfarandi loftmynd er fjöldi kerra gífurlegur við Costco og augljóst að margt er um manninn.Vísir/Jói KÍ samtali við Vísi segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að lögreglan fylgist grannt með umferð á svæðinu og staðfesti hann að röð bílanna að aðreininni í Kauptún við Reykjanesbraut væri löng. Það sama virðist því ætla að vera uppi á teningnum í dag og í gær þegar vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni, áður en verslunin opnaði. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson tók mynd í búðinni í gærkvöldi um áttaleytið sem sýndi mikinn mannskap í búðinni.Sé tekið mið að röðinni við opnun verslunarinnar bæði í dag og í gær er ljóst að áhugi Íslendinga á Costco virðist ekki fara minnkandi en þegar verslunin opnaði á þriðjudagsmorgun mættu færri en búist hafði verið við. Verslunin hefur ekki boðið upp á nein opnunartilboð eins og stundum er venjan en líkt og verðkönnun bendir til er mismunandi hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar. Íslenskir neytendur virðast ekki ætla að gæta sín á svokölluðum Costco áhrifum. Vísir/Stefán Óli
Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Costco miklu ódýrari í bílavörum Allt að 227% munur er á glerhreinsi og 177% munur á mótorolíu. 24. maí 2017 16:36 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Costco miklu ódýrari í bílavörum Allt að 227% munur er á glerhreinsi og 177% munur á mótorolíu. 24. maí 2017 16:36
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00
Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49