Árásarmaðurinn í Manchester sagður ótrúlega heilaþveginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar. vísir/epa Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent