Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Samtök atvinnulífsins hafi áhuga á að stytta bilið á milli þeirra níu mánaða sem foreldrar fá í fæðingarorlofi og þess tíma sem börn þeirra komast inn á leikskóla. En það er miður að eina lausnin sem samtökin koma auga á sé að setja níu mánaða gömul börn á leikskóla í stað þess að styðja augljósar leiðir til að lengja þann tíma sem ungbörn fá með foreldrum sínum í fæðingarorlofi. Markmiðin með lögum um fæðingarorlof er tvíþætt. Annars vegar tryggja lögin réttindi barna til samvista við báða foreldra sína. Ég efast um að margir séu þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir níu mánaða gömul börn að fara strax á leikskóla frekar en að vera áfram í umsjá foreldra sinna. Hins vegar eiga lögin um fæðingaroflof að stuðla að jafnrétti á vinnumarkaði. Því markmiði hafa lögin ekki náð og með niðurskurði undanfarinna ára hafa þau færst fjær því mikilvæga markmiði. Raunin er sú að núverandi skipan fæðingarorlofs og framboð dagvistunarúrræða þegar orlofinu lýkur leiðir til þess að konur axla meginábyrgðina á umönnun ungra barna, í stað þess að foreldrarnir deili þeirri ábyrgð jafnt. Rannsóknir sýna að þetta hefur ótvírætt neikvæð áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum um fæðingarorlof eiga foreldrar rétt á samtals níu mánaða fæðingarorlofi. Bæði mæður og feður eiga rétt á þremur mánuðum hvort, en að auki fá foreldrarnir svo þrjá mánuði sem þeir geta ráðstafað að vild. Almennt taka mæður sína þrjá mánuði og að auki alla þrjá sameiginlegu mánuðina. Aðeins um þrír af hverjum fjórum feðrum taka fæðingarorlof yfir höfuð. Þeir sem það gera taka að meðaltali einungis um 2,5 mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fæðingarorlofssjóði.Margra mánaða óvissa eftir fæðingarorlofið Að loknu fæðingarorlofi tekur við bið þar til börnin komast að á leikskóla, svokallað umönnunarbil. Ríkið hefur hingað til skilað auðu þegar kemur að leikskólavist. Engar kvaðir eru settar á sveitarfélögin um hversu gömul börn á að taka inn á leikskóla. Að meðaltali eru börn um 20 mánaða þegar þau komast inn á leikskóla. Umönnunarbilið er mislangt eftir því hvar á landinu fólk er búsett. Áætla má út frá tölum frá Hagstofu Íslands að börn séu að meðaltali 12 til 15 mánaða þegar þau komast í dagvistun hjá dagforeldrum eða á leikskóla. Samanlagt fæðingarorlof foreldra er hins vegar aðeins níu mánuðir. Bilið sem foreldrar þurfa að brúa er því að meðaltali þrír til sex mánuðir og í sumum tilfellum, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, mun lengra. Ekki aðeins taka mæður almennt lengra fæðingarorlof en karlar, þær axla einnig frekar ábyrgðina á því að brúa þetta umönnunarbili en karlar. Ef barn fær dagvistun strax við 12 mánaða aldur má gera ráð fyrir því að móðirin hafi verið frá vinnu í 9,5 mánuði en faðirinn einungis í 2,5 mánuði. Sé stjórnvöldum alvara með áherslu á kynjaða hagstjórn og sé fjárlagagerð raunverulegt tæki til að ná fram jafnrétti kynjanna er augljóst að verulegar úrbætur á fæðingarorlofsmálum og framboði dagvistunar að loknu orlofi hljóta að vera brýnt verkefni stjórnvalda.Lengjum fæðingarorlofið og eyðum umönnunarbilinu Kröfur BSRB eru skýrar. Lengja þarf fæðingarorlofið í 12 mánuði og tryggja öllum börnum öruggt dagvistunarúrræði að því loknu. Þetta er ekki aðeins krafa BSRB heldur einnig krafa allra heildarsamtaka launafólks, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins. Það kemur skýrt fram í skýrslu starfshóps um framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum sem kom út í mars 2016. Með þessum breytingum væri hægt að stíga mikilvæg skref í átt að fjölskylduvænna samfélagi. Þannig yrðu réttindi barna og foreldra þau sömu og í þeim velferðarríkjum sem við viljum bera okkur saman við á Norðurlöndunum. Reynslan sýnir að það hefur reynst vel að deila fæðingarorlofinu niður á báða foreldra, að því gefnu að hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi séu nægilega háar. Lengra orlof feðra myndi því skila jafnari skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra. Það er lykillinn að því að jafna ábyrgð foreldra þegar kemur að umönnun barna og mun stuðla að því að fjarvera karla og kvenna frá vinnumarkaði vegna barneigna verði jafn löng og áhrifin af tímabundnu brotthvarfi af vinnumarkaði þau sömu. Engin önnur úrræði eru í sjónmáli sem geta haft sömu áhrif. Það er óásættanlegt að fjarvera kvenna frá vinnumarkaði í hálft ár eða meira vegna fæðingarorlofs þyki sjálfssögð en viðhorfið virðist ekki jafn jákvætt gagnvart körlum. Eru karlar meira ómissandi af vinnumarkaði en konur?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun