Lögreglan telur augljóst að árásarmaðurinn tengist stærra neti hryðjuverkamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 14:37 Salman Abedi var fæddur árið 1994. Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Lögreglan í Manchester telur augljóst að Salman Abedi, maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena á mánudagskvöld, tengist stærra neti hryðjuverkamanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar nú síðdegis þegar Ian Hopkins, lögreglustjóri, var spurður að því hvort að verið væri að leita að öðrum manni sem gerði sprengjuna sem Abedi notaði, en breskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að leitað væri að „sprengjugerðarmanni.“ Þannig telur öryggisblaðamaður BBC að Abedi hafi verið nokkurs konar burðardýr, það er að hann hafi ekki búið sprengjuna til sjálfur.Segir son sinn saklausan Þá gaf lögreglustjórinn ekki upp hvort að lögreglan hefði fundið „sprengjuverksmiðjuna“ en sagði að lögreglan væri að leita ítarlega um alla Manchester-borg. Þannig var mikill viðbúnaður í miðborginni í dag vegna húsleitar lögreglu. Lögreglustjórinn staðfesti að lögreglukona hefði verið á meðal þeirra sem lést í árásinni en gaf ekki upp nafn hennar að svo stöddu. AP-fréttastofan ræddi í dag við föður Abedi sem segir að sonur sinn sé saklaus. Þá sagði hann jafnframt að einn hinna handteknu væri annar sonur hans, hinn 23 ára gamli Ismail Abedi. „Við trúum ekki á það að drepa saklaust fólk, þetta erum ekki við,“ sagði Abedi eldri við AP og staðfesti einnig að Abedi hefði verið í Líbíu fyrir sex vikum og hefði ætlað sér að fara til Sádi-Arabíu. Eins og greint hefur verið frá hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar verið hækkað í Bretlandi og hermenn verið kallaðir út. Alls hafa fjórir verið handteknir vegna árásarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. 24. maí 2017 11:17