Árásin í Manchester: Handtökur og herinn kallaður út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 11:17 Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. Vísir/EPA Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. Breski herinn hefur verið kallaður út og stendur hann nu varðstöðu um lykilstaði í Bretlandi.Einstaklingarnir voru handteknir í suðurhluta borgarinnar auk þess sem að greint hefur verið frá því að bróðir Salmans Abedi, mannsins sem grunaður er um að hafa framið ódæðið, hafi verið handtekinn í gær. Amber Rudd, inannríkisráðherra Bretland segir líklegt að Abedi hafi ekki verið einn að verki. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og verið er að kanna möguleg tengsl Abedi við ISIS. Hæsta viðvörunarstig er í gildi í Bretlandi vegna árásarinnar en líklegt þykir að fleiri árásir séu yfirvofandi, því hefur breski herinn verið kallaður út.Alison Howe og Lisa Lees biðu eftir dætrum sínum í anddyri Manchester Arena.Fleiri fórnarlömb nafngreind Búið er að bera kennsl á tíu af þeim 22 sem létust í árásinni. Þar á meðal eru vinkonurnar Alison Howe og Lisa Lees sem voru staddar í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar þegar sprengjan sprakk. Voru þær að sækja fimmtán ára dætur sínar sem voru á tónleikum Ariönu Grande en þær komust lífs af. Hinn 29 ára gamli Martyn Hett lést einnig í árásinni og þá hefur pólska sendiráðið í Bretlandi staðfest að tvær pólskir tónleikagestir létust í árásinni, Angelika og Marcin Klis. Voru þau einnig að bíða eftir dætrum sínum í anddyrinu. Í nótt var einnig staðfest að hin fimmtán ára gamla Olivia Campbell og hin 32 ára gamla Kelly Brewster létust í árásinni. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Lögreglan í Manchester handtók í dag þrjá einstaklinga í tengslum við hryðjuverkaárásina í borginni á mánudag. Breski herinn hefur verið kallaður út og stendur hann nu varðstöðu um lykilstaði í Bretlandi.Einstaklingarnir voru handteknir í suðurhluta borgarinnar auk þess sem að greint hefur verið frá því að bróðir Salmans Abedi, mannsins sem grunaður er um að hafa framið ódæðið, hafi verið handtekinn í gær. Amber Rudd, inannríkisráðherra Bretland segir líklegt að Abedi hafi ekki verið einn að verki. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og verið er að kanna möguleg tengsl Abedi við ISIS. Hæsta viðvörunarstig er í gildi í Bretlandi vegna árásarinnar en líklegt þykir að fleiri árásir séu yfirvofandi, því hefur breski herinn verið kallaður út.Alison Howe og Lisa Lees biðu eftir dætrum sínum í anddyri Manchester Arena.Fleiri fórnarlömb nafngreind Búið er að bera kennsl á tíu af þeim 22 sem létust í árásinni. Þar á meðal eru vinkonurnar Alison Howe og Lisa Lees sem voru staddar í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar þegar sprengjan sprakk. Voru þær að sækja fimmtán ára dætur sínar sem voru á tónleikum Ariönu Grande en þær komust lífs af. Hinn 29 ára gamli Martyn Hett lést einnig í árásinni og þá hefur pólska sendiráðið í Bretlandi staðfest að tvær pólskir tónleikagestir létust í árásinni, Angelika og Marcin Klis. Voru þau einnig að bíða eftir dætrum sínum í anddyrinu. Í nótt var einnig staðfest að hin fimmtán ára gamla Olivia Campbell og hin 32 ára gamla Kelly Brewster létust í árásinni.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41 Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ólíklegt að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi vegna hryðjuverkaógnar. 24. maí 2017 08:41
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri Heimatilbúin naglasprengja var notuð við ódæðisverkið í tónleikahöllinni Manchester Arena í fyrrakvöld. Eitt fórnarlamba árásarinnar var átta ára gamalt. 24. maí 2017 07:00