Árásarmaðurinn í Manchester var 22 ára Breti af líbískum uppruna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 23:30 Lögreglumenn við vakt á minningarathöfn í London í dag. Vísir/Getty Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017 Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira