Árásarmaðurinn í Manchester var 22 ára Breti af líbískum uppruna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 23:30 Lögreglumenn við vakt á minningarathöfn í London í dag. Vísir/Getty Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017 Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Salman Abedi, árásarmaðurinn sem sprengdi sig í loft upp í anddyri Manchester Arena tónleikahallarinnar í gærkvöldi með þeim afleiðingum að 19 manns létust og 59 særðust var 22 ára gamall Breti af líbískum uppruna, að því er BBC greinir frá. Hann var talinn nokkuð feiminn einstaklingur en kom að sögn þeirra sem hann þekktu alltaf vel fram við aðra og bjóst enginn við því að hann myndi fremja slík voðaverk. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás í Bretlandi frá því árið 2005 þegar sprengjuárásir voru gerðar í neðanjarðarlestakerfi London með þeim afleiðingum að 56 manns létust. Fjöldi barna lét lífið í árásinni enda tónlistarkonan Ariana Grande geysivinsæl meðal ungu kynslóðarinnar en meðal fórnarlamba voru hin 18 ára gamla Georgina Callander og hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos. Minningarathafnir til heiðurs fórnarlamba voru haldnar víðsvegar um Bretland í dag. Abedi fæddist í Manchester á nýárskvöldi árið 1994 og er talið að hann hafi átt að minnsta kosti þrjú systkin, einn eldri bróður sem fæddist í London og yngri bróður og systur sem fæddust í Manchester. Foreldrar hans flúðu Libíu í stjórnartíð einræðisherrans Muammar Gaddafi. Fjölskyldumeðlimir hans eiga heimilisfang á nokkrum stöðum í borginni og hefur lögreglan leitað á að minnsta kosti einu heimili þeirra. Manchester er raunar heimili eins stærsta samfélags innflytjenda frá Libíu í Bretlandi og hafa nágrannar fjölskyldu Abedi sagt að fjölskyldan hafi nokkrum sinnum á ári flaggað fána Libíu yfir húsi sínu. Þá hefur Salford háskólinn í Manchester staðfest að Abedi hafi sótt nám við skólann og aðstoða skólayfirvöld nú lögregluna eftir sem bestu getu við rannsókn málsins. Samkvæmt talsmanni Didsbury moskunnar sótti Abedi viðburði á vegum moskunnar og vann faðir Abedi sem bænakallari í moskunni og sinnti bróðir hans sjálfboðastörfum þar. Segir talsmaðurinn að í moskunni sé boðuð hófsöm íslamstrú. Talið er að Abedi hafi nýlega ferðast erlendis en ekki er vitað hvert. Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard fer nú með rannsókn málsins þar sem megin áherslan er lögð á að rannsaka hvort að Abedi hafi verið einn að verki eða ekki en einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Áður höfðu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni. Hæsta viðbúnaðarstig hefur nú verið sett á í Bretlandi vegna ógnar af hryðjuverkum og segja bresk yfirvöld að hryðjuverk kunni að vera yfirvofandi. BREAKING: First Photo of Manchester Terrorist Salman Abedi - https://t.co/CFuDwOkjuU pic.twitter.com/7sgHN3eQCu— Breaking911 (@Breaking911) May 23, 2017
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira