Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2017 15:04 Milos Milojevic og Hajrudin Cardakilja lenti saman. vísir/ernir/gva Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.Í samtali við Vísi í dag sakaði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, Milos um að hafa sett upp hálfgert leikrit þegar hann hætti hjá Víkingi og tók í kjölfarið við Breiðabliki í gær. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ sagði Haraldur. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“Var á leiðinni til SerbíuÍ samtali við Fótbolta.net sver Milos af sér allar sakir og segist ekki hafa farið á bak við Víkingana. „Þetta eru stór orð sem framkvæmdastjóri félagsins er að gefa út sem hann hefur engan rökstuðning á bakvið. Ég myndi endilega vilja sjá rökstuðninginn," sagði Milos við Fótbolta.net. Hann segist ekki hafa heyrt í Blikum fyrr en eftir að hann hætti hjá Víkingi. „Það er sannleikur að ég hafði ekki heyrt frá Blikum og ég var á leiðinni til Serbíu. En svo kemur áhugi og ég er atvinnuþjálfari og fer þangað sem ég er velkominn," sagði Milos. „Ég veit ekki hvort þeir vildu hafa þetta eins hjá nokkrum þjálfurum sem voru áður hjá þeim en luku ferlinum eftir að þeir hættu hjá Víkingi, Leifur Garðarsson og fleiri. Því þeir tala alltaf illa um fólk. Ég ber þessu fólki í Víkingi bara bestu orð, og félaginu líka og óska þeim alls hins besta. Það þarf að spyrja Halla hvort hann hafi verði heiðarlegur með öllu við mig. Ég er pottþétt ekki lyginn, það er 100%.“Cardakilja varð fyrir valinu Milos og Cardakilja lenti saman í bikarleik Víkings og Hauka í síðustu viku. Milos var ósáttur við framkomu Cardakilja sem hótaði að hætta eftir leikinn. Milos rauk svo út af sáttafundi á föstudaginn og hætti hjá Víkingi eftir nær áratugs starf fyrir félagið. „Þeir völdu á milli mín og Cardaklija og völdu hann. Þeir völdu að bakka hann upp því þeir töldu mikilvægt að hafa markmannsþjálfara á meðan Róló [Róbert Örn Óskarsson, markvörður liðsins] er meiddur. Ég á ekki að taka ábyrgð á þeirra mistökum. Þeir sýndu að þeir treystu honum frekar en mér og þá var erfitt fyrir mig að halda áfram. Þú sérð svo næsta skref í þessu, hann fékk stöðuhækkun og er tímabundið annar þjálfari liðsins ásamt Dragan Kazic,“ segir Milos. „Ég vildi að hann ynni sína vinnu og hugsaði bara um markmann okkar liðs og markmann andstæðinganna. Hann vildi skipta sér af dómaranum og þjálfaraboxinu hinum megin. Hann er góður maður en gat ekki stjórnað sínu skapi í leikjum.“ Milos stýrði sinni fyrstu æfingu hjá Breiðabliki í gær en fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er gegn Víkingi Ó. á sunnudaginn. Víkingar eru hins vegar enn þjálfaralausir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira