Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 00:00 Linda Björk og Margrét María voru á tónleikunum í kvöld. Vísir/Facebook/AFP Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“ Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Linda Hafþórsdóttir var stödd á tónleikum Ariönu Grande í Manchester nú í kvöld, ásamt Margréti Maríu, 11 ára dóttur sinni. Þær eru búsettar í Edinborg en gerðu sér ferð til Manchester til þess að vera á tónleikum Ariönu Grande. Eins og fram hefur komið eru nítján látnir og að minnsta kosti fimmtíu særðir eftir sprengjuárás við tónleikahöllina eftir tónleikana.Setti Íslandsmet í spretthlaupiÍ samtali við Vísi segir Linda að hún hafi hins vegar verið ein af þeim fáu sem ákvað að yfirgefa höllina sjálfa áður en að lokalagið kláraðist. „Við vorum að labba út úr tónleikasalnum og vorum komnar þar sem miðasalan er og útgönguleiðin til Victoria station er.“ „Fyrr um daginn höfðum við komið inn í gegn um Victoria station og dóttir mín segir við mig hvort að við ættum ekki að fara aftur sömu leið. En það var eitthvað sem að sagði mér að það væri ekki sniðugt. Í því sem við snúum við kemur sprengingin. Ég hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell. Mig sundlaði og hausinn á mér var að springa. Það kom reykur og það eina sem ég hugsaði um var að grípa í höndina á henni og ég sver að ég setti Íslandsmet í spretthlaupi þarna. “ Hún segist prísa sig sæla yfir því að hafa yfirgefið tónleikahöllina áður en að tónleikarnir kláruðust en þannig sluppu þær mæðgur við mesta troðninginn.Sögðust hafa heyrt byssuskotLinda segir að hún hafi hlaupið með dóttur sína á nærliggjandi krá, þar sem þær mæðgur hringdu á leigubíl. „Tónleikarnir bara rétt voru að klárast, en það var alveg slatti af fólki. Ég dró dóttur mína yfir stigahandrið og ég leit aldrei til baka. Ég bara hljóp af augum þangað til ég fann einhvern ógeðslegan pöbb og lét hringja á leigubíl.“ „Af því að við vorum svo snöggar vorum við örugglega með þeim síðustu sem gátu yfirgefið svæðið í bíl, þar sem að nú er búið að loka öllu.“ Linda segir að þegar þær hafi beðið eftir leigubílnum hafi aðrir tónleikagestir hlaupið fram hjá þeim og sagt þeim að þeir hefðu séð blóðuga tónleikagesti og heyrt byssuskot. „Þess vegna hlupum við aftur inn á pöbbinn og biðum. Dóttir mín grét og grét og sagðist ekki vilja fara aftur heim til Edinborgar heldur heim til Íslands.“„Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman“Linda segir að líðanin núna sé hræðileg. Hún geti ekki hætt að skjálfa. „Það sem átti að vera gleðiferð okkar saman hefur breyst í það að við ætlum að vera upp á hótelherbergi á morgun þangað til lestarnar fara að ganga, annars verður bara maðurinn að keyra frá Edinborg og koma að sækja okkur.“ „Sú stutta róaðist loksins þegar við komum heim. Hún spurði mig hvort við gætum beðið saman, sem hún gerir aldrei. Svo gafst hún bara upp og lognaðist út í fanginu á mér, enda algjörlega búin á því.“ „Þetta er eitthvað sem maður hugsar um að maður lendi aldrei í sjálfur, enda frá Íslandi. Þessir tónleikar voru enda stútfullir af börnum, enda gífurlega vinsæl tónlist.“
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira