Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 18:12 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi hins vinsæla Costco-hóps, ætlar að gera sér ferð í Costco í góðu tómi. Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“ Costco Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“
Costco Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira