Grétar Sigfinnur nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2017 17:25 Grétar Sigfinnur hefur unnið sjö stóra titla á glæsilegum ferli. vísir/andri marinó Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Pepsi-mörkin eru búin að finna eftirmann Loga Ólafssonar sem hvarf á braut úr þættinum þegar hann var ráðinn þjálfari Víkings í Pepsi-deildinni. Í hans stað kemur inn nýr sérfræðingur í sjónvarpi, Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Grétar, sem í dag leikur með Þrótti í Inkasso-deildinni, á að baki 244 leiki og 26 mörk í efstu deild með Víkingi, Val, KR og nú síðast Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þessi 35 ára gamli uppaldi KR-ingur varð Íslandsmeistari með Vesturbæjarliðinu árin 2011 og 2013. Þá vann hann bikarinn árin 2008, 2011, 2012 og 2014 með KR og einu sinni með Val árið 2005. Grétar spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild árið 2004 með Víkingi og var þá markahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að spila sem miðvörður. Hann fór á lán til Vals ári síðar og var hluti af ótrúlegu liði Valsmanna sem barðist um Íslandsmeistaratitilinn sem nýliði og vann bikarinn. Hann fór aftur til Víkings árið 2006 og átti stóran þátt í að halda liðinu í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1992 en árið 2008 gekk hann í raðir KR og vann sex stóra titla á átta árum. Grétar sagði skilið við Pepsi-deildina síðasta haust og samdi við Þrótt þar sem hann var gerður að fyrirliða. Þróttarar eru í öðru sæti Inkasso-deildarinnar með níu stig eftir fjórar umferðir. Grétar hefur í byrjun tímabils vakið nokkra athygli fyrir störf sín sem sérfræðingur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann lætur nú af störfum þar og tekur sæti við háborðið í Pepsi-mörkunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason verða vitaskuld áfram sérfræðingar Pepsi-markanna og gera upp sjöttu umferðina á mánudaginn kemur en frumsýning á Grétari verður í sjöundu umferð, eftir landsleikjafríið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30 Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Þetta eru næstu sjónvarpsútsendingar í Pepsi-deild karla Áfram verða tæplega 60 prósent leikja Pepsi-deildar karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. 30. maí 2017 16:30