Minni verðbólga vegna Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Costco hefur undanfarið boðið eldsneyti á mun lægra verði en önnur olíufélög. vísir/ernir Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26