Lars, það er engin teljandi verðbólga í gangi en þúsundir starfa í hættu Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. maí 2017 07:00 Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 24. maí sl. birtist grein í Fréttablaðinu eftir Danann Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur er hann nefndur, sem virðist vera fastráðinn penni og sérfræðingur blaðsins á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Ekki er vitað af hverju ritstjórn leitaði út fyrir landsteinana með þetta verkefni, en ýmislegt bendir til að þar hafi ritstjórn leitað langt yfir skammt. Greinin ber yfirskriftina „Seðlabankinn gerir mistök“. Mistökin eiga að vera þau, að Seðlabanki lækkaði stýrivexti smávægilega í vikunni þar á undan, en eins og flestir Íslendingar vita og skilja, eru okurvextir hér og sterkt gengi krónunnar, sem þeir valda, að þjarma svo heiftarlega að helztu atvinnuvegum landsins, að í stórvandræði stefnir. Er þá yfirkeyrt vaxtaálag á almenningi ótalið. Fjöldauppsagnir á Akranesi eru aðeins fyrsta skrefið, alvarleg viðvörun, um það, sem mun fylgja, ef gengi krónunnar er ekki leiðrétt snarlega og stórlega, en til þess er helzta tækið einmitt afgerandi vaxtalækkun. Þessari vaxtalækkun má stýra, skref fyrir skref, eftir viðbrögðum markaðarins og þörfum, en í lok dagsins virðast stýrivextir upp á 1-2 prósent við hæfi. Áherzla skal lögð á það hér, að þetta er ekki aðeins spurning um hag og afkomu fyrirtækjanna, eins og sumir virðast telja, heldur ekki síður – eða miklu fremur – spurning um atvinnuöryggi þeirra þúsunda Íslendinga, sem hjá þessum helztu fyrirtækjum landsins starfa. Daninn hagspaki vill hins vegar og þrátt fyrir þetta vaxtahækkun! Hann vitnar hér í kenningu hollenzks hagfræðings, sem uppi var á síðustu öld, Jan Tinbergen, en hann setti fram þá kenningu um miðja síðustu öld, að stjórnvöld gætu ekki beitt nema einu hagstjórnartæki til að ná fram hverju og einu hagstjórnarmarkmiði. Ekki væri t.a.m. hægt að beita stýrivöxtum bæði til að stýra gengi gjaldmiðils og til að hafa áhrif á verðbólgu.70 ára kenning Daninn kallar þetta Tinbergen-regluna, eins og að þessi gamla kenning sé óumdeilt efnahagslegt lögmál nú 70 árum síðar. Hann vill beita stýrivöxtum – vaxtahækkun – til að halda verðbólgu í skefjum, sem reyndar hefur verið lítil og er í góðum skefjum og á enn inni verulega verðlækkun hjá verzluninni. Ég hef vikið að því í fyrri greinum, að hagfræðin yrði að vera lifandi fræðigrein, sem stöðugt verður að endurskoða, endurnýja og aðlaga – endurskoða samhengi, samspil, orsakir og afleiðingar hinna ýmsu efnahagslegu þátta vegna hraðra og víðtækra breytinga á flestum sviðum efnahags- og stjórnmála, reyndar á sviði siðfræði og hugmyndafræði líka. Er vafasamt, að kenning frá miðri síðustu öld falli vel að þróun og stöðu efnahagsmála nú árið 2017. Og, hvað með þá staðreynd, að vaxtakostnaður – hækkandi vextir – eru líka verðbólguhvetjandi, eins og olíuverðshækkanir og annar útgjaldaauki. Vaxtahækkun er því tvíeggja sverð. Hvað sem þessu líður, er vandamálið nú allt of háir vextir og allt of sterk króna, sem ógna atvinnuöryggi þúsunda Íslendinga, ekki hófleg verðbólga. Hvernig dettur einhverjum í hug, að helztu atvinnuvegir okkar geti þolað 20 prósenta tekjuskerðingu 2015, 20 prósenta 2016 og nú aftur 10 prósent það sem af er þessu ári. Ég hygg, að flestir stjórnmálamenn og hagfræðingar séu sammála um, að fyrsta mál og fremsta skylda stjórnvalda hljóti einmitt og alltaf að vera atvinna fyrir alla og atvinnuöryggi fyrir landsmenn, en yfirkeyrð króna stefnir því einmitt í stórfellda hættu. Hvað segir Daninn hagspaki við því? Hvernig heldur hann að ástandið yrði, ef vextir yrðu hækkaðir enn frekar og krónan færi í 90 til 100 krónur í evru og þúsundir manna myndu missa vinnu sína? Flestir nútímaseðlabankar og hagfræðingar eru sammála um, að um tveggja prósenta verðbólga sé eðlileg við þau skilyrði, sem ríkja, en við hér höfum verið þar og erum þar. Verðbólgan er hér enginn vandi, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð, og er því af og frá að beita helzta hagstjórnartækinu, vöxtunum, gegn henni. Hér kemur auðvitað líka til aðhald í ríkisfjármálum, sem virðist vera fyrir hendi.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun