Leitum enn að sigurformúlunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2017 06:00 Hausverkur. Heimir klórar sér í hausnum þessa dagana og reynir að finna út hvernig eigi að vinna hið firnasterka lið Króatíu. Vonandi verður hann búinn að finna sigurformúluna á morgun. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
„Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira