Jáeindaskanninn tekinn í notkun í haust: Upphafleg áætlun sögð óraunhæf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 14:30 Páll Magnússon, forstjóri Landspítalans, tók fyrstu skóflustunguna að húsi jáeindaskannans í janúar 2016. Vísir/Vilhelm Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Jáeindaskanninn, sem Kári Stefánsson gaf þjóðinni í ágúst 2015, fyrir hönd sjálfseignarstofnunarinnar Gjöf til þjóðar, verður ekki tekin í notkun fyrr en í fyrsta lagi í haust eða í vetur. Upphaflega var tilkynnt um það að húsnæðið fyrir jáeindaskannann yrði tilbúið í september 2016 og búist var við því að skanninn yrði kominn í notkun áramótin 2016. Skanninn er þó ekki kominn í notkun og enn er verið að senda íslenska sjúklinga til Danmerkur í jáeindaskanna, eða um 200 sjúklingar árlega. „Í grófum dráttum er staðan sú að það er verði að klára alla vinnuna í húsnæðinu. Svo er næsta skref að fá leyfi,“ segir Jón Hilmar Friðriksson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Jón nefnir að sérstök leyfi þurfi frá eftirlitsaðilum fyrir framleiðslunni, meðal annars þar sem notast sé við geislavirk efni.JáeindaskanniSkjáskot af vef Íslenskrar erfðagreiningar.Stefna á byrjun hausts„Eins og planið lítur út núna að þá stefnum við að því að taka fyrstu sjúklingana inn í byrjun vetrar eða seinni part hausts en það getur alveg færst til ef það koma upp vandamál í þessu ferli. Það koma örugglega upp vandamál, það er bara spurning hvort þau verða lítil eða stór,“ segir Jón Hilmar. Aðspurður um kostnað segist Jón Hilmar ekki vera með þær upplýsingar á hreinu sem stendur. „Það sem Kári gaf var miðað við húsnæðið og skannann og ég held að það hafi í stórum dráttum staðist en svo voru náttúrulega afleiddir hlutir sem komu upp, sem voru ekki hluti af gjöfinni en ég er ekki með neinar nákvæmar tölur, “ útskýrir Jón Hilmar.Óraunsæjar áætlanirBogi Árnason, verkfræðingur hjá Landspítalanum, byrjaði að vinna við framkvæmdir jáeindaskannans síðasta haust. Hann segir að frá þeim tíma hafi áætlanir verið endurskoðaðar og að miklu raunsærri áætlanir hafi litið dagsins ljós. „Allan tímann sem ég hef verið, hefur verið miðað við sumarlok eða byrjun hausts 2017. Okkar áætlanir núna eru október. Standist það þá er það örugglega sögulega lítill tími í hönnun, byggingu og leyfisveitingu fyrir svona einingu,“ segir Bogi. Hann bætir við að tækin hafi öll verið komin inn í húsið og að prófanir hafi hafist strax í janúar á þessu ári. „Ferlið sem er eftir er töluvert viðameira en almenningur gerir sér grein fyrir,“ bætir Bogi við og segir húsnæðið vera nokkurn veginn tilbúið og nú sé hægt að byrja leyfisferlið.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17 Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Notkun jáeindaskanna í augsýn Fyrsta skóflustungan að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna var tekin í dag. 12. janúar 2016 16:17
Jáeindaskanni skipti sköpum Haukur Bergsteinsson þurfti að fljúga til Kaupmannahafnar til að komast í jáeindaskanna. 13. ágúst 2015 19:53