Rukkuðu 70 milljónir í Kerið Haraldur Guðmundsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Eigendur Kersins í Grímsnesi hófu að rukka fyrir aðgang að eldgígnum sumarið 2013 og hafa fleiri landeigendur víða um land fylgt í kjölfarið. Aðgangseyrir í Kerið er nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Vísir/Ernir Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Kerfélagið, eigandi Kersins í Grímsnesi, hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra þegar það rukkaði inn 70 milljónir í aðgangseyri. Tekjur félagsins jukust þá um 42 milljónir milli ára en að sögn Óskars Magnússonar, stjórnarformanns Kerfélagsins, heimsóttu um 150 þúsund manns eldgíginn í fyrra. Gjaldtaka er hafin á fleiri ferðamannastöðum á náttúruminjaskrá og aðrir landeigendur með áform um slíkt. „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um arðgreiðslu enda eru fram undan dýrar framkvæmdir. Við höfum átt fyrir öllu sem við höfum gert og ætlum að halda því áfram,“ segir Óskar, aðspurður hvort hann og aðrir eigendur Kerfélagsins, athafnamennirnir Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson, ætli að greiða sér arð út úr félaginu. Gjaldtaka við Kerið hófst sumarið 2013 og er aðgangseyrir þar nú 400 krónur með virðisaukaskatti. Það er sama upphæð og landeigendur við Helgafell á Snæfellsnesi hófu að rukka þá sem ganga á fellið í mars síðastliðnum. Aðgangur að Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði hefur síðan í maí í fyrra kostað 6.500 krónur. Um 8.000 manns skoðuðu hellinn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu The Cave sem sér um leiðsögn þar. Gjaldtaka í Raufarhólshelli í Þrengslum hófst í byrjun júní og þar kostar 4.900 krónur á mann. Að auki stendur til að rukka á bilinu 500 til 700 krónur fyrir notkun bílastæða við Seljalandsfoss, hefja gjaldtöku við Kolugljúfur í Víðidalsá í Húnaþingi vestra, og landeigendur við Reynisfjöru hafa boðað að bílastæðagjald verði innheimt. Í langflestum tilfellum hafa landeigendur gefið út að aðgangseyrir fari í að bæta aðstöðu til móttöku ferðafólks og verndun náttúrunnar fyrir átroðningi.Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins.„Eftir að Þingvellir fóru að taka gjald þá er þessi fyrirstaða sem var farin þegar sjálfur þjóðgarðurinn og ríkisvaldið gengur fram fyrir skjöldu,“ segir Óskar og vísar í að gjaldtaka fyrir bílastæði í þjóðgarðinum á Þingvöllum hófst um miðjan maí í fyrra. „Við höfum ekki sótt um neina styrki og byrjuðum strax sumarið 2013 á ýmsum endurbótum sem hefur verið haldið áfram eftir því sem tekjur hafa vaxið. Í fyrra reistum við viðamikinn pall á aðalútsýnissvæðinu og fyrsta áfanga að tröppum á neðsta svæði Kersins. Í það fengum við sérsmíðað úr íslensku lerki úr Kjarnaskógi. Síðan erum við á hverju ári að keyra fleiri hundruð hjólbörur af rauðamöl í stígana, höfum stækkað bílastæðið og ætlum að reisa klósett og aðstöðuhús fyrir starfsfólk um leið og leyfi skipulagsyfirvalda fæst. Þetta eru framkvæmdir fyrir tugi milljóna sem við erum búin að safna fyrir núna,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira