Kominn tími á að taka þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2017 06:00 Það var létt yfir Emil í Laugardalnum. Hann er klár í bátana. vísir/ernir „Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
„Lífið leikur við mig. Var að klára mjög skemmtilegt tímabil á Ítalíu og kem hingað í góðu standi,“ segir landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson afar léttur og kátur fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli. Emil var að klára sitt annað tímabil með ítalska úrvalsdeildarliðinu Udinese þar sem hann var í lykilhlutverki. Spilaði 28 leiki og var 23 sinnum í byrjunarliðinu. Udinese hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar.Ánægður með veturinn „Það urðu þjálfaraskipti eftir einhverja tíu leiki og nýi þjálfarinn setti mig aðeins aftar á völlinn. Ég var að leika fyrir framan vörnina í tveggja manna miðju. Ég spilaði flesta leiki og það var mjög skemmtilegt. Það gekk vel hjá mér. Það skiptir máli að spila og hafa gaman af þessu. Þannig var svolítið tímabilið hjá mér,“ segir Emil og brosir út að eyrum. Augljóslega himinlifandi með góðan vetur. Hafnfirðingurinn er búinn að spila á Ítalíu í níu ár af síðustu tíu. Var hjá Barnsley leiktíðina 2009-10 eftir tvö ár hjá Reggina. Svo tók við sex ára vera hjá Hellas Verona áður en hann fór yfir til Udinese fyrir tveim árum. Emil neitar því ekki að hann sé orðinn ansi ítalskur.Framtíðin óráðin „Ég held ég sé orðinn aðeins of ítalskur,“ segir Emil og hlær dátt. „Ég er svo að ala upp tvö börn sem eru auðvitað líka ítölsk. Þetta eru orðin góð tíu ár á Ítalíu og þar hefur mér liðið mjög vel,“ segir hinn 32 ára gamli Emil en sér hann fyrir sér að geta flutt heim eftir að ferlinum lýkur eftir að hafa kynnst ljúfa lífinu á Ítalíu? „Það er mjög erfið spurning. Ég veit það ekki alveg. Ég held ég verði alltaf með annan fótinn á Ítalíu. Ég er auðvitað kominn í rauðvínsbransann úti og verð því pottþétt með annan fótinn þarna úti. Svo kitlar auðvitað alltaf að koma heim fyrir börnin og svona. Ég ætla ekki alveg að taka ákvörðun um hvað ég geri og hvenær í þessu viðtali,“ segir miðjumaðurinn léttur en hann er nú ekkert á því að leggja skóna á hilluna alveg strax enda á besta aldri. Hann telur sig eiga fleiri góð ár inni.Þreytt að ná aldrei úrslitum Á sunnudag er stórleikur hjá strákunum í landsliðinu gegn Króatíu. Algjör lykilleikur í riðlinum upp á framhaldið. Sigur á frábæru liði Króata myndi setja íslenska liðið í afar góða stöðu. Þetta er enn einn stórleikurinn gegn Króatíu á síðustu árum. „Er ekki kominn tími á að við tökum þá núna? Það verður þreytt að spila alltaf við þá og ná ekki úrslitum. Við stefnum á að taka þá núna og jafna við þá í riðlinum. Þetta er ótrúlega spennandi og það er bara mikil tilhlökkun í hópnum fyrir þessu skemmtilega verkefni. Allir einbeittir og ætla sér að ná í góð úrslit,“ segir Emil og mælir vel. Það er svo sannarlega kominn tími á að leggja Króatana.Verður stríðsleikur Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það festist ekki í hausnum á mönnum að Króatía vinni alltaf. Hefur það engin áhrif á andlegu hliðina? „Það gæti verið en ég held að við hugsum þannig að núna sé dagurinn þar sem við snúum taflinu við. Ég held að allir hugsi að nú sé komið að okkur. Það gefur okkur sjálfstraust til að klára þennan leik. Lykillinn að því er að verða fáránlega grimmir og berjast allan tímann. Ég held að þetta verði stríðsleikur og að við vinnum þá í baráttunni. Maður vonar að sumir þeirra séu svolítið hátt uppi fyrir leikinn en svo verður það örugglega ekki,“ segir Emil og glottir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira